Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 45
IÐUNN
Heilindi.
39
myndi geta sagt, að þeim fyndist lífið vera að verða að
ósamfeldri andstpgð.
Meðan hugsun mannkynsins var á æskuskeiði, var fá-
breytt, skýr og sterk, var hún megnug þess að stjórna
verkunum. Sókrates skilur ekki, að menn breyti rang-
lega, nema af því þeir viti ekki betur. I Hávamálum er
kallað fyrir öllu að vera »snotr maðr«. Þá muni annað
koma af sjálfu sér. Síðan hefur hugsanalífið vaxið af-
skaplega að víðáttu, en ekki að sama skapi að þrótti
og skýrleik. Persónan hefur klofnað. Menn vita ógrynnin
öll, sem aldrei verður lifandi þáttur í breytni þeirra.
Hugsunin fer sínar leiðir, leikur sér í ábyrgðarleysi að
háleitum hugsjónum og skaðvænum skoðunum, hverjum
innan um aðrar. Það er ekki furða, þótt menn geti
orðið áttaviltir og viti ekki upp né niður í sjálfum sér.
Engin siðferðishugsjón er tímabærari á vorum dögum
en sú, sem Hermann Keyserling hefur markað í þess-
um orðum: Wir miissen wieder ganz werden: vér þurf-
um a f t u r að verða heilir menn. Heilbrigt sálarlíf er
sama og heilt sálarlíf. En honum er það fullljóst, að til
þess verður að snúa aftur. Vér erum fullsæmdir af því
að takmarka hugsunina og lækka hugsjónirnar> ef vér
með því móti getum lifað miklu nær þeim en áður.
Auðurinn er orðinn nógur til þess að vinna úr. Aðal-
athyglinni verður að beina að samtengingu hugsjóna og
lífernis. Það má fullyrða, að flestallir menn myndi vera
sæmilega farnir, ef þeir gæti lifað eftir skárstu hugsjón-
um sínum. Því er oft heillavænlegra að kenna þeim að-
ferðir til þess, styrkja sjálfstraust þeirra með því að láta
þá vinna marga smásigra, en að fá þeim nýjar hug-
sjónir, sem þeim finnast vera ofar öllum skýjum og ör-
vænta um að geta nokkurn tíma lifað eftir. Eg get
borið meiri virðingu fyrir Bismarck, sem segir: »eg hef