Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 46
40 Sigurður Nordal: IÐUNN konuna mína til þess að elska hana og Windhorst til þess að hata hann« — viðurkennir það og gerir það — en ef hann hefði altaf verið að basla við að elska Wind- horst, vitanlega misheppnazt það, og gleymt að elska konuna sína fyrir bragðið! III. Eg talaði í lok Skírnisgreinar minnar um gott og ilfr anda og efni, ljós og myrkur sem eilífar andstæður, er muni berjast og togast á alt til enda veraldar. Eg lýsti í því sambandi guðshugmynd minni með nokkrum fá- tæklegum orðum. Mér var vel ljóst, að eg braut þarna bág við hinar ríkustu skoðanir. Tvíhyggjan (eða tvíveldis- kenningin) er grýla í augum þorra manna. Efnishyggja og kristindómur eiga samleið í einhyggjunni, þótt hvort skýri hana á sinn hátt. Eg stend heldur ekki vel að vígi að verja lífsskoðun mína, sízt í stuttri tímaritsgrein. Eg er enginn heimspekingur. Eg er einn af þeim fjölda nútímamanna, sem í æsku hafa verið bornir út á hjarn efasemdanna, og hafa neyðzt til þess að viða sér efnt í lífsskoðun til einkanota. Tími minn hefur farið til þess að rita um önnur efni. Eg get ekki vísað til neins, sem eg hef áður ságt. En tvíhyggjan hefur orðið niðurstaða mín. Hún hefur orðið mér til góðs eins, síðan eg komst að henni. Það var skylda mín að viðurkenna hana, úr því að eg snerti við þessum efnum á annað borð. Eg skal heldur ekki bera fyrir mig nein stórmenni mér til stuðnings, til þess að sanna, að eg sé í »góðum félags- skap«. Eg skal byrja á að athuga, hvernig E. H. Kv. gerir grein fyrir einveldiskenningu sinni. Hann gerir hana að umtalsefni út af skilningi mínum á æfintýrinu í Gulli. Eg hafði sagt, að setninguna: »eti guð er sjálfur í syndinni«, mætti að vísu teygja á ýmsa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.