Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 48
42 Sigurður Nordal: IÐUNN maðurinn á endanum, ef hann fer nógu lengi í þessa öf- ugu átt? E. H. Kv. talar um, að hið góða eigi að vinna sigur. Á hverju, ef alt er af guði? Eða á að hugsa sér hið illa sem eins konar barnasjúkdóm guðs, sem muni líða hjá? Og ef þroskinn er undir syndinni kominn, þá hverfur hann líklega með henni? En getum vér hugsað oss líf án þroska? E. H. Kv. segir, að vér finnum aldrei hið illa hreinræktað. M. ö. o., að guð sé altaf í syndar- anum (sem er alt annað en að hann sé í syndinni) AI- veg sama segir tvíhyggjan. En finnum vér á þessu til- verustigi hið góða hreinræktað? Kristur sagði a. m. k., að enginn væri góður, nema guð einn. En það er ekki von, að vel fari fyrir E. H. Kv. í þessari vörn, þegar þess er gætt, í hve miklu basli kristindómurinn hefur átt með einhyggjuna. Hún er arf- ur frá Gyðingdómnum. ]ahve er ríkur harðstjóri, góður og illur í einu, hjálpandi og hefnandi. Allar andstæður rúmuðust innan veldis hans. Hann átti sér tvíeðli hinnar austrænu sólar, sem vermdi jörðina og brendi á víxl. Kristur hreinsar þessa guðshugmynd: guð er kær- leikur, faðir vor. En frá þeim degi virðist ekki nema önnur hlið tilverunnar vera á valdi þessa góða guðs. Hver stjórnar því illa og á sök á því? Nú hefjast vel- maktardagar kölska. Hann er ekki lengur vesæll, hæl- dræpur höggormur, eins og í syndafallssögunni. Ekki meðal sona guðs, eins og í Jobsbók. Hann verður vold- ugur konungur, sem ræður sínu ríki, og milli hans og guðs verður barátta um heimsvöldin. Hvernig sem hann er bundinn, leikur hann samt lausum hala. Eg skal ekki mæla bót þeim hugmyndum, sem al- þýða og klerkar hafa gjört sér um »höfðingja myrkr- anna«. Þær eru líklega á sinn hátt jafnófullkomnar og hugmyndir vorar um konung ljósanna. Vér eigum enga

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.