Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Qupperneq 49
IÐUNN
Heilindi.
43
betri opinberun um þá hluti en þekkingu á voru eigin
sálarlífi. En sá, sem aldrei hefur fundið tvö andstæð öfl
togast á um persóna sína, hefur aldrei vitað, hvað er
að lifa. Vér höfum (sízt nú á dögum, eftir að vér höf-
um lært að líta á þróunina sem hátt lífsins) engin skil-
yrði til þess að gera oss tilveru í hugarlund, þar sem
önnur þessara andstæðna væri numin burt. Enda erum
vér flestir tvíhyggjumenn í öllu dagfari voru og breytni.
Því getur verið, að slíkar bollaleggingar um einangraða
tilveru góðs og ills skifti litlu máli. Vér stöndum á því
þroskastigi, að vér neyðumst sífelt til að gera þennan
greinarmun, ef vér eigum ekki að verða að aumingjum
En nú má segja, að úr því að aldrei verði komizt
út fyrir ágizkanir um dýpstu rök tilverunnar, þá sé
meinlaust að taka fallegustu tilgátuna, en það sé vitan-
lega kenningin um einveldi hins góða.
Það er alt undir því komið, hvort fallegasta tilgátan
er um leið sú sennilegasta, hvort menn geta aðhylzt
hana af heilum huga. Því að hver slík tilgáta um til-
veruna verður um leið, eða ætti að verða, leiðsögutil-
gáta, sem menn höguðu lífi sínu eftir. Að öðrum kosti
er hún reist á óheilindum og leiðir önnur ný af sér.
Mér virðist einhyggjan ekki sigla hjá þessum skerjum.
Eg tala hér ekki um þá einhyggju, sem þurkar alveg út
andlegu hlið tilverunnar: efnishyggjuna. Á hana hafa
víst margir lagt fyllsta trúnað, fyrr og síðar, og hún
hefur komið þeim á siðferðisstig, sem er mun lægra en
nokkurs villidýrs. En eg skal minna á einveldiskenningu
kristninnar, eins og hún hefur komið fram á síðustu
áratugum. Samkvæmt henni getur hið illa ekki verið
neitt annað en hið góða dularbúið eða misskilið, og alt
má lækna og bæta með kærleika og skilningi. Fögur
kenning að vísu. En ekki nema kenning! Ekki einungis