Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 59
IÐUNN Ásgeir Magnússon: Djúpið mikla. 53 Vetrarbrautin hefir mjög mismunandi breidd. Mest er breidd hennar í Skipsmerki á suðurhimni. Þar naer hún yfir 30 mælistig eða sjötta hlutann af hvelfingu himinsins. Sumstaðar er hún að eins örfá mælistig, en slitnar þó hvergi. Á einum stað greinist hún í tvent. Kvíslarnar falla þó saman á öðrum stað. Jaðrar Vetrarbrautar eru allavega kögraðir og trosn- aðir. Sumstaðar eru ummörk hennar óljós, en annars- staðar greinileg. Vetrarbrautin skiftir himninum í tvo næstum jafna heltninga, eða hálfkúlur. Miðbaugur Vetrarbrautar er þar sem hálfkúlur þessar mætast, en skautin 90 stigum utar. Norðurskautið liggur í stjörnumerki sem heitir Ber- eníkulokkar, en suðurskautið í Fönixmerki. Þetta má telja hin eiginlegu skaut alheims vors. Vetrarbrautin og sjónaukinn. Vetrarbrautina hafa menn athugað í sjónaukum samfleytt í 400 ár. Hafa menn á þeim tíma orðið margs vísari um þessa heims- ins mestu risasmíð. Mestur hluti allra stjarnanna hefst við nálægt mið- baugsfleti Vetrarbrautar. Fækkar þeim aftur að sama skapi meir sem nær dregur skautum hennar. Flestallar þokur, nema sveipþokur, halda sig einnig í Vetrarbrautinni. Nýjar stjörnur birtast þar líka. Vetrarbrautin er engan veginn könnuð til fullnustu. Enn þá liggur víða að baki öllum þessum hersveitum stjarna ljósgrá þokumóða, sem næmustu sjóntæki fá með engu móti greitt í sundur. Móða sú er dauft skin fjar- lægra sólna. Liggja þær óravegu út í rúminu, en eru þó í heimsveldi Vetrarbrautar vorrar. Dýptarkönnun Herschels. Herschel leitaðist, fyrst- ur manna, við að kanna himindjúpið, til þess að fá hug-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.