Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 60
54
Ásgeir Magnússon:
IÐUNN
mynd um tölu stjarnanna — ef unt væri að koma tölu
á þær. Hann vildi einnig fá hugmynd um lögun alheims
vors eða stjörnuveldis — ef ætla mætti að því væru
takmörk sett, svo að um nokkra ákveðna lögun gæti
verið að ræða.
Hugði hann stjörnurnar allar viðlíka bjartar í eðli sínu,
og dreifðar jafnt yfir allan himingeimiminn. Annað gat
hann eigi, því alt var i óvissu.
Sé miðað sjónpípu út í rúmið, þá verður fyrir henni
keila sem hefir toppinn í auga sjáandans, en botninn má
hugsa sér á ystu stjörnu, sem ber fyrir ljósopið.
Samkvæmt alþektum lögmálum rúmfræðinnar vaxa þá
rúmstig keilunnar þannig:
Dýpt: Botnflötur: Rúmtak:
11 = 1 12 = 1 13 = 1
2» == 2 22 = 4 23 — 8
31 = 3 32 = g 33 — 27.
Hefði nú Herschel í þremur könnunum á mismunandi
stöðum fundið þessa tölu stjarna:
1—8 — 27,
þá mátti því ætla að fjarlægðin til þeirra yxi eins og
tölurnar:
1 —2 — 3.
Einnig mátti þá álykta að stjörnuveldi vort þendi sig á
sömu stöðvum mismunandi langt út í rúmið, eins og þessar
tölur sýna.
Að afstöðnum 1088 talningum ályktaði Herschel loks:
1. Að stjörnuveldið væri takmarkað, öllu megin.
2. Að víðátta stjörnuveldisins væri langtum meiri á
breiddina millum ystu punkta miðbaugsflatar Uetrar-