Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 62
56 Ásgeir Magnússon: IÐUNN Seeliger orðar þetta svo: 1. Tala stjarna vex miklu hægar með þverrandi ljós- magni, en vera mundi ef stjörnurnar hefðu yfirleitt sama ljósmagn f eðli sínu, og væru álíka þétt settar í öllu rúminu. Einnig segir hann: 2. Daufum stjörnum — ofan við 6. stærðarflokk — fjölg- ar því meir sem nær dregur miðbaugsfleti Vetrar- brautar. Og ennfremur: 3. Umhverfis skaut Vetrarbrautar finnast aðallega bjartar stjörnur, en daufum stjörnum fjölgar lítt þótt sjón- pípan skygnist þar langt út í djúpið. Nákvæm talning á ýmsum stöðvum í himinhvolfinu sýnir að meðaltali þessa tölu stjarna á jafnstórum fleti Br.stig Vetrarbr. : Norðlæg: Suðlæg: 0 82.0 .82.0 15 51.0 59.0 30 23.5 26.7 45 14.5 13.5 60 7.7 9.6 75 5.0 6.0 90 2.5 O.o Þessi tafla sýnir að stjarnamergðin heldur sig aðallega við miðbaugsflöt Vetrarbrautar. Talningin sýnir ótvírætt að stjörnurnar gisna því meir sem utar dregur í rúmið. Fyrsta lögmál Seeligers styðst við þá talningu. Búast mætti við því, að þetta stafaði af því, að ljósið dofnaði á leið sinni gegnum rúmið, umfram það sem lögmál þess mælir fyrir, en flest, ef ekki alt, staðfestir hið gagnstæða. Má því álykta að óendanlega langt úti í rúminu séu stjörnurnar óendanlega gisnar, eða að utan-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.