Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 66
60 Ásgeir Magnússon: IDUNN miðju sem hnettirnir snúast um. Hnattasöfn Vetrarbrautar hafa sömuleiðis einhverja allsherjar þungamiðju. Ovíst er að hún sé í neinni sérstakri sól. Enda er þungamiðja hnattakerfa hreyfanleg. Engin sól ber svo langt af öðrum að stærð, að hún hafi þúsund miljón sólir á valdi sínu. Stjarnfræðingar hafa lengi leitað þungamiðju Vetrar- brautar, en eigi fundið. Einna helst ætla menn að hún liggi í Bogmannsmerki, það er lágt á suðurhimni. Þar eru stjörnuþyrpingar feikna miklar. Þangað eru um 15 þús. ljósár. Sumir ætla að sólirnar renni boglínur utan um þunga- miðju Vetrarbrautar. Engar sveigjur sem benda til þess, hafa þó fundfst á göngum stjarnanna. Séu brautir þeirra luktir baugar, þá er umferðartíminn óralangur — ef til vill hundruð miljón ára. Enn um hraða stjarnanna. Nýlega hafa menn orðið þess varir, að litur og hraði stjarna stendur í ein- hverjum samböndum innbyrðis. Tafla þessi er eigi nákvæm, en veitir þó hugmynd um þetta: Litur stjarna: Hraði: Bláhvítar ... 9 km. á sek. Hvítar .... 15 — - — Gular .... 21 — - — Rauðar ... 24 — - — Mönnum er þetta hin mesta ráðgáta. Fær enginn skilið aö litur og litrof stjarna geti átt neina samleið með hraða þeirra um himingeiminn. Sumir ætla að ástæðan sé sú, að efnismagn og hraði sé yfirleitt í innbyrðis samböndum. Samlíking. Charlier hefir ásamt öðrum bent á að hugsast geti að svipuð lögmál ráði meðal sólnanna og sameinda Ioftsins. Menn telja loftið myndað af óteljandi,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.