Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 68
<62 Ásgeir Magnússon: IÐUNN bvautin sé takmörkuð stjörnuþyrping, þéttust um mið- .bikið og miklu meiri á breidd en þykt. Kemur þetta heim og saman við skoðanir Herschels .og Seeligers. Mælingar Kapteyns. Kapteyn hefir við athugun sömu stjarna komist á svipaða niðurstöðu. Þó er aðferð hans önnur. Niðurstaða hans bregður upp mynd af stjörnuveldi voru, sem líkist gúmmíknetti, sem er þjappað saman á skautunum. Minsta þvermál Vetrarbrautar telur hann 9000 ljósár, en mesta þvermál 60000 ljósár. Utan við þau takmörk eru stjörnur 100 sinnum gisnari en um miðbikið, og þaðan af minna er utar dregur. Er þá að vísu farið að nálgast útjaðra Vetrarbrautar, en fjarri því að vera komið út í alveg stjörnulaust rúm. Ályktanir Eastons. Vetrarbrautin er langbjörtust í Arnarmerki, en daufust í Einhyrningsmerki. Merki þessi liggja andspænis hvort öðru á himninum. Þess vegna ályktar Easton að sólkerfið liggi eigi í miðju Wetrar- brautar heldur töluvert nær öðrum jaðri. Þetta fallast menn yfirleitt á. Einnig ályktar Easton af ýmsum einkennum Vetrar- brautar að hún sé sveipmynduð. Alítur hann einnig að sveipþokur geimsins séu hliðstæðar Vetrarbrautinni, en eigi háðar. Sveipinn telur hann felast sýnum af því að sólkerfið sé inn á millum greina sveipsins. Allar greinar álítur hann að liggi í einum ogi sama fleti svo að þær beri hver í aðra. Margir telja þetta vafasamt. Víðátta. Óljósa hugmynd hafa menn um rúmtak Vetrarbrautar. Kúlulaga fjölstirni eru fjarlægust af öllu sem efalaust er að lúti henni. Vetrarbrautinni má líkja við meginland mikið, en fjöl- stirnum þessum við eyjar úti í hafi. Þau hafa því meira

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.