Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 69
JÐUNN Djúpið mikla. 63 ■sjálfstæði sem þau liggja lengra í burtu, líkt og skatt- lönd stórveldis. Stjarnfræðingar álíta nú að fjölstirni þessi liggi við ystu endimörk Vetrarbrautar og myndi ásamt henni kerfi, sem sé um 300000 ljósár að mesta þvermáli. Sólkerfið hyggja menn að liggi um 60000 ljósár frá miðju þessa stóra kerfis og um 4000 ljósár frá miðbaugsfleti þess — þ. e. út í annari helftinni. Nú hefir verið minst á ýmsar aðferðir til þess að kynn- ast Vetrarbraut vorri. Allar leiða að svipuðum niður- stöðum í flestum aðalatriðum. Ætla menn því alls yfir, að þær nálgist veruleikann. Hvað er utan Vetrarbrautar ? Hvar sem sést út xir Vetrarbrautinni gín við botnlaust myrkurdjúp. Vita menn eigi til þess að neitt af neinu tægi hafist þar við, annað en sveipþokurnar. Afstöðu þeirra til Vetrarbrautar þekkja menn engan veg til hlítar. Afstaða sveipþokanna. Eðlilegast er að búast við óendanlegri stjarnamergð í óendanlegum himingeimi. And- ans menn liðins tíma hafa margir hallast að því. En eigi að leita fullvissu um þessa hluti, þá vill ein staðreynd rísa gegn annari. Sumir telja vonlítið að vissa fáist. Aðrir telja hana velta á því, hvort óyggjandi vitneskja fáist um afstöðu sveipþokanna til Vetrarbrautar. Er Vetrarbrautin einstæð í rúminu, eða eru til aðrar, óteljandi, Vetrarbrautir? Sveipþokur eru sólnasöfn en eigi gasmekkir. Allar hafast við utan Vetrarbrautar vorrar — flestar í alveg ómælanlegri fjarlægð. Stjarnfræðingar eru í vafa um hvort þær eigi að telj- •ast háðar Vetrarbraut vorri, þó að fjarlægar séu, eða

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.