Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 71
íðunn Djúpið mikla. 65 Skal nú vikið að helstu skoðunum manna á þessum efnum: Oblers telur óendanlegan sólnafjölda óhugsanlegan, vegna þess að himininn mundi þá allur vera eitt blik- andi ljóshaf. Arrhenius telur sloknaðar sólir og myrkurþokur draga svo mikið úr geislum sólnanna, að fjarlægar stjörnur hverfi loks alveg. Rannsóknir á »B«stjörnum sýnir hið gagnstæða. Efnið virðist hafa svo lítið rúmtak á móts við geiminnn að þess gæti næsta lítið. Seeliger telur, að væru sólirnar óendanlega margar og efnismagn rúmsins óendanlega mikið, þá mundu ýmsar stjörnur hafa óendanlegan hraða, en það er eigi til. Charlier sýnir fram á að stærð og niðurskipun heims- kerfanna geti hugsast sú,' að hvorki hraði sólna né birta himins vrði á annan veg en er, þó að tala stjarna sé ofan við öll tiltekin takmörk. Hugsar hann sér að stjarnakerfin myndi sívaxandi stærðarveldi. Hnettir mynda sólkerfi, sólkerfi mynda Vetr- arbraut, Vetrarbrautir myndi nýtt stærðarveldi og svo komi veldi yfir veldi. Millibilin vaxa einnig geisilega mikið, að ætlun hans. Margir hallast að þessari skoðun. Allavega er þetta of- vaxið mannlegum skilning, en auðan geiminn fá menn eigi sætt sig við. II. Rúmið. Víðátturnar þrjár. Allir hlutir hafa 3 víðáttur. Nefn- ast þær lengd, breidd og hæð. Engin af víðáttum þessurn getur skilið við nokkurn hlut, án þess að hann hverfi með öllu. Með því að sérhver hluti rúmsins hefir þessi 3 stærða- Iðunn X. 5

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.