Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 72
66
Ásgeir Magússon:
IÐUNN
stig, þá álykta menn að rúmið í heild sinni hafi einnig
3 víðáttur.
Lengdina má hugsa sér aftur og fram, það er 1. víð-
áttan, breiddina til hægri og vinstri, það er 2. víðáttan,
en þá er dýpt og hæð einnig eitt og hið sama, eða 3.
víðáttan.
Rúmfræðin hefir bygt kerfi sitt á þrístiga rúminu yfir
2000 ár, enda er það alveg samtvinnað meðvitund mann-
kynsins. Hvorki fleiri né færri víðáttur geta menn hugs-
að sér að hlutur hafi. Þó líta sumir stærðfræðingar svo
á, að tíminn sé hið 4. stærðarstig rúmsins og nefna þetta
rúm tímarúm.
Rúmið hljóta menn að álíta endalaust á alla vegu, en
alt sem lýtur að óendanlegum stærðum er ofvaxið mann-
legum skilningi.
Eðlisfræðingurinn Helmholtz og stærðfræðingurinn Rie-
mann o. fl. hafa þó leitast við að sýna að rúmið gæti
með vissum hætti skoðast endanlegt.
Stundum sjást staðir sem í raun og veru liggja undir
sjóndeildarhring, svo sem eyjar langt úti í hafi eða pálma-
lundar í heitum eyðimörkum. Allir vita að þetta stafar af
því að ljósgeisli frá þessum stöðum berst eigi beina línu
til sjáandans, eins og honum er eðlilegt.
Helmholtz segir nú á þessa leið: Ef ljósið færi bog-
línu í rúminu, er svaraði alveg til ummáls jarðar, þá ætti
maður, sem stæði á sjávarströnd, að geta séð í bak sér,
ef eigi skygði neitt á, og vegalengdin væri ekki því til
fyrirstöðu, að maður sæi sig úr þvílíkri fjarlægð, sem er
umhverfis jörðina,
Beygja ljósgeislans — þó að einhver sé — er nú
hvergi nærri þvílík. En hugsast gæti að ljósgeisli næði
heim til jarðar aftur, eftir að hann hefði runnið óra-
vegu út í rúmið — út fyrir allar stjörnur Vetrarbrautar.