Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 77
IÐUNN Uppboðsdagurinn. Smásaga. Hann ]ón í Heiðarkoti sat uppi í rúmi sínu um miðja nótt fullur angurs, hann reri sér áfram og studdi hönd- unum á ennið, eins og til að draga úr sviða hugsan- anna. Næsta dag átti að selja allar hans eigur, lifandi og dauðar, og hann ætlaði að flytja til Reykjavíkur. Alt var þetta gagnstætt vilja hans. En Helgi í Heiði jafnaldri hans og leikbróðir frá æskuárunum átti kotið, og um veturinn hafði hann sagt honum, að Hjörtur, einkasonur sinn, tæki við að búa í Heiði þegar hann kæmi frá búnaðarháskólanum í Danmörku; og hann hefði komið heim í fyrra sumar og sagt þá, að þetta kot yrði að losa. Dæði þætti sér háðung að kotinu svo nærri steinhúsinu sem hann ætlaði að byggja, og svo væri þetta besta fjárhússtæðið í allri sveitinni. Þetta voru nú ástæðurnar til þess, að ]ón gamli varð að víkja frá kotinu. En nærri mest af öllu sárnaði hon- um sigurbrosið á vörum Helga, er hann tjáði honum þetta, og nýmóðins lipurð hans og greiðvikni í daglegri umgengni. Minningarnar voru margar sem tengdar voru við þennan stað, og þær þutu án afláts gegnum huga hans: Hér höfðu þeir búið, faðir hans og afi, hér lék hann sér drengur, hér feldi hann fyrst ástarhug til Sigríðar sinnar, sem hann ætíð vissi að stóð honum svo langt framar í öllu, og svo aðdáanlega hafði stutt hann og strítt með honum. í þessari baðstofu hafði hún alið honum sextán

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.