Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Page 78
72 Bergst. Kristjánsson: IÐUNN börn, á þessu gólfi höfðu þau leikið sér, og hér hafði hún kvaff þau er hann flutti þau út í heiminn til þess að vinna fyrir sér. Og Guði sé lof! þau voru öll á lífi og mannvænleg og hjá þeim átti hann skjól. En hann hefði helst kosið að ljúka æfinni hér, því honum fanst hann vera tengdur með svo viðkvæmum böndum við skepnurnar sínar og átthagana og vera því svo samgróinn. Hvernig gat hann hugsað til þess án kvíða að horfa á að allar skepnurnar hans yrðu seldar hinum og öðrum, máske þeim, sem hann vildi síst vita þær hjá. Hún Hálsa Svartardóttir, sem var út af henni gömlu Gránu hennar Sigríðar, hún Skjalda, sem baulaði eftir honum og sleikti Sigríði, þegar hún var að mjólka hana, og hesturinn hans, hann Bleikur, sem bæði hafði borið hann sjálfan flest sem hann fór og svo alla björg heim að heimilinu um tíu ára skeið. Sama var um búshlutina, þeir voru margir úr búi föður hans, og hann þekti í þeim hverja fjöl og nagla, og alt voru það gamlir kunningjar. Brekkurnar hans, fúnið og bærinn, alt átfi þetta að hverfa augum hans, og rétt áður en þau lokuðust átti hann að venja sig við nýtt úfsýni. Um morguninn fór hann að huga að skepnum sínum í síðasfa sinn; hann var Iengi að dunda við það, því hann þurfti að smala kindunum saman og gefa þeim. Hann kvaddi þær allar eins og ástríka vini, og fáraðist yfir þeim. Og þegar hann hafði lokið þessu voru gest- irnir farnir að tínast að úr ýmsum áttum. Sigríður var döpur og þungbúin, en hún hafði algert vald á tilfinningum sínum. Hún fékk frænda sinn einn til að sjá um uppboðið, því hún vissi að ]ón var ekki með sjálfum sér.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.