Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 79
IÐUNN
Uppboðsdagurinn.
73
Sýslumaður reið beint að Heiðarkoti, en kom ekki að
Heiði, sem þó var vani hans. Menn stungu saman nefj-
um um að hann mundi vera fár við Helga, því hann
hefði frétt að hann ræki gömlu hjónin nauðug frá kot-
inu. En þeir spáðu því líka, að Helgi mundi ekki liggja
á liði sínu í því, að reyna að jafna þá fáleika.
Svo byrjaði uppboðið. Helgi í Heiði keypti flestar
skepnurnar, hann var mjög glaður, og stimamjúkur við
sýslumann, og vildi vera nálægt honum.
Eitt sinn er hlé varð á uppboðinu vatt Helgi sér að
sýslumanni og sagði hæðnislega: »Lengi hefi eg vitað,
að ]ón gamli er barnalegur, en aldrei hefði eg trúað,
að hann mundi gráta rollurnar sínar og kyrnurnar eins
og ástvini.«
Sýslumaður hnyklaði brýrnar og gatst ekki að, en svar-
aði að eins: »Við erum allir meiri og minni börn, og
margt getur verið verra en vera börnum líkur.«
Uppboðinu var lokið og hver fór heim til sín. Sýslu-
maður hraðaði sér af stað, en er hatin hafði skamrna
stund farið, mætti hann gamla prófastinum.
»Hvert skal nú halda, prófastur?® »Og það er nú
ekki skemtiferð, ég er að tilkynna dauðsfall. Hjörtur frá
Heiði hrökk út af póstskipinu, er hann var á leið heim
frá búnaðarháskólanum í Danmörku.«
Sýslumaður kvaddi fljótt, lét hestinn rölta af stað, og
raulaði fyrir munni sér:
„Lífið er gála
leyst á margan hátt,
hlæia og gráta
hefir skifst á þrátt."
Bevgst. Kristjánsson.