Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1926, Side 82
IÐUNN Ritsjá. Nýlt rit um íslenska jarðfræði. Quðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur er fyrir löngu orðinn þektur maður fyrir rannsóknir sínar á fornum sjávarmenjum (malarkömbum, skeljalögum) á vestur- strönd landsins, frá Reykjanesskaga til Vestfjarða og við Húnaflóa, og af ritum þeim er hann hefir gefið út á ýmsum málum (íslensku, dönsku og ensku) um rannsóknirnar, sem aðallega hafa fjallað um myndanir, sem orðnar eru til á eöa eftir jökultíma (glacialar eða postglacialar). En síðari árin hefir hann fært sig lengra aftur í tím- ann og tekið til rannsóknar hin frægu steingerfingalög, sem oft eru kend við Hallbjarnarstaði á Tjörnesi. það eru jarðlög frá pliocene-tíma, síðasta hluta nýju aldar, einstök hér á landi og um Norðurlönd, jafnaldra Craff-lögunum á Englandi. Eggert Olafsson lýsti þessum Iögum fyrstur manna og síðan hafa ýmsir jarðfræðingar (þar á meðal dr. Helgi Péturss) rannsakað þau og aukið þekkinguna á lifi því og lífsskilyrðum, sem þá voru hér við norðurströnd landsins, og voru ærið frábreytt því, sem nú er. Guðmundur Bárðarson hefir sem sagt rannsakað þessi lög fyrir fáum árum, ítarlegar miklu, en áður hefir verið gert, og um leið aukið þekkinguna á þessum mjög svo merkilega hluta lands vors að miklum mun, og birt útkomuna — til bráðabirgða f langri ritgerð, sem ber nafnið: A stratigraphical Survey of Pliocene De- posits at Tjörnes, in northern lcelanci (Rannsókn á Pliocene-lög- unum á Tjörnest) og er gefin út af Vísindafélaginu danska 1925. Er lögunum, sem ná fra Héðinshöfða út eftir öllu nesinu, lýst mjög ftarlega, með orðum, góðum ljósmyndum og stórum og mjög svo skýrum þverskurðarmyndum og ítarlegri skýrslu um steingervinga þá, sem hann hefir fundið í þeim, bæði af jurta- og dýratægi. Aðal-niðurstaðan, sem Guðmundur kemst að, er sú, 1) að lögin eru viðáttumeiri og nálega tvöfalt þykkvari (samanlagt) en menn vissu áður, eða eitthvað um 700 m. í stað 400, sem áður var talið, 2) að jurtasteingervingarnir eru leifar af gróðri (skógi) sem óx þar í þann Ifð, eða borist hefir þar niður í lón lengra ofan að, en ekki leifar af rekavið, eins og sumir hafa ætlað, og 3) lofts-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.