Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 4

Kirkjuritið - 01.04.1936, Page 4
i 138 Meginviðfangsefni mentunarinnar. KirkjuritiS. Guðblíð stundin, gull í mundu, ífull í mundu oss jafnan ber. Ljómar nú gröfin: Lífið er gjöfin, lífið er gjöfin, er deyjum vér. Guðblíð stundin, gull í mundu, gull í mundu oss jafnan ber. Fríðir skarar frelstir fara, frelstir fara til drottins heim. Tungurnar kætast; Kristi þær mæta Kristi þær mæta með lofsöngshreim. Fríðir skarar frelstir fara, frelstir fara til drottins heim. Vald. V. Snævarr þýddi. MeginviSfangsefni mentunarinnar. Lauslega- þýtt eftir The Christian Advocate. I>að sem heimurinn þarfnast mest nú sem stendur eru menn, sem leitast við að afla sér nákvæmrar þekkingar á sem flestuin málefnum, menn sem ástunda að hugsa rétt og óhlutdrægt um alla hluti, sem að höndum tíera. Öllum kemur saman um, að vér lifum á örðugum timum og mörg vandamál híði úrlausnar. En það verða einungis þeir, sem aldir liafa verið upp til þroskaðrar dómgreindar, er eigi láta blekkjast af skrumi og hégóma stjórn- málaskúmanna. Þeir einir vita, að deilur milli einstaklinga og þjóða, deilur milli þjóðerna og kynslóða, verða einungis læknaðar með einni aðferð, sem kallast getur leið raunveruleikans. Það er vegurinn, sem Míka spámaður benti á fyrir langa löngu síðan, að gera rétt, ástunda kærleika og framganga í litillæti fyrir Guði sínum. Heiminum verður alls ekki við bjargað, né bætur ráðnar á böli hans, fjandskap og hleypidómum, nema með því móti að stuðla, svo sem auðið verður, að réttri hugsun og réttri breytni, og bein- asta leiðin til þessa er að efla sanna mentun og sanna trú. Vér verðum að halda áfram þvi mikla verkefni að leitast við að liugsa rétt, tala rétt og breyta rétt. Þetta er vort æðsta viðfangsefni. í þessu skyni eru skólar og kirkjur bygðar. tí. K.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.