Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Sigurhátíð Krists. 141 það af miklum lærdómi og skilningi, að auk ritningar- heimildanna um upprisuna, sem fyrst og fremst eru frá- sögn Páls postula í 1. Kor. og svo guðspjöllin fjögur, heimilda, sem i öllum aðalalriðum standist alla rétta og skynsamlega rannsókn og gagnrýni, auk þessara heim- ilda sé önnur sterkasta röksemd upprisunnar sú, hvílíkri gjörbreytingu á liugarástandi lærisveinanna liún olli á fáum vikum. Krossdauði Jesú hafi verið þeim með öllu óskiljanlegur og óbærilegur, og liafi dregið úr þeim all- an kjark og von og fyrstu fregnir um upprisuna hafi þeir talið hégóma-þvaður. En fáum vikum seinna sé svo þessir sömu menn orðnir gjörbrejdtir. Þeir sé þá orðn- ir vonglaðir, hugdjarfir menn, sem ekki hika við að leggja út í það, sem virðast mátti fullkomið ofurefli,að boða fjandsamlegum heimi liið nýja fagnaðarerindi, og albúnir að taka bverri afleiðingu af þessu sem að hönd- um bæri — jafnvel sjálfum dauðanum. Og hinn sami maður segir um þetta atriði: „Orsökin var sú, að nú stóðu þeir á bjargi sinnar eigin reynslu, vissu að Kristur er upprisinn og lifir. Af þessu bafði skapast nýtt hugará- stand og ný stefna í lífi þeirra. Slík gagnger hugarfars- breyting á öllum þessum mönnum, er sízt létu ímynd- anir hlaupa með sig gönuskeið, en voru miklu fremur „tregir i lijarta“, eins og um þá var sagt, hlýtur að hafa sprottið af ákveðinni orsök. Sérstakt afl hlaut að hafa knúð þá til að leggja þannig inn á nýja braut. Og engin skynsamleg ástæða er til að efast um, að sjálfir mundu þeir sag't hafa, að sú væri orsök þessarar gjörbreytingar, að þeir hefðu hvað eftir annað séð drottin sinn“. Þetta er án alls efa rétt. Hóglát og gætin skoðun á upp- risufrásögnunum öllum sannar þetla, að fullvissan um upprisu Jesú Ivrists, og sú ályktun, sem af þeim atburði verður dreg'in um framtíð mannanna eftir líkamsdauð- ann, það er þessi fullvissa, sem gerir lærisveinana að nýjum og belri, meiri og máttugri mönnum, en þeir áð- ur voru. Það er huggun, en einnig annað og meira en

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.