Kirkjuritið - 01.04.1936, Side 28

Kirkjuritið - 01.04.1936, Side 28
162 .Tón Helgason: Kirkjuritið. biskupsins og þacS þess heldur, sem ég hafði aldrei verið viðstaddur sænska prestsvígslu og lék nokkur forvitni á að sjá með hvaða hætti liún færi fram. Klæddur sænsk- um skrúða tók ég svo þátt í vígslu-athöfn þessari. Að sjálfsögðu fór hún fram með mikilli prýði, en ég fékk ekki betur séð en að prestsvígslu-athöfnin eins og tíðk- ast hjá oss sé til muna hátíðlegri en hin sænska, eins og hún var um hönd höfð þarna. Hér var enginn til þess að lýsa vígslu. Venjan er sú, að prestvísgla fer fram að sænskum sið á eftir guðsþjónustu á helgum degi. Hefir þá verið auglýst af prédikunarstól, hvað fram ætti að fara að lokinni guðsþjónustu og beðið fyrir vígsluþegum. Hér fór vígsla fram á undan — eða í byrjun — guðsþjón- uslu og var ekkert auglýst áður um athöfnina og engin bæn flutt af prédikunarstól, heldur strax að sungnum prestsvígslusálmi hyrjað á sjálfri athöfninni. Má vera að auglýsing vígslu með fyrirbæn hafi farið fram í kirkj- unni sunnudaginn áður án þess ég þó geti fullyrt nokkuð um það. Þá saknaði ég okkar gamla fallega víxl- söngs í vigsluupphafi („Veni, sancte spiritus. Reple tu- orum corda fidelium, o. s. frv.) Hér hyrjaði biskup á stuttri bæn frá altari og hélt siðan vígsluræðu sina. Eins og við mátti búast af öðrum eins manni og erkibiskupi Svía var ræðan hin snjallasta. Að ræðulokum lásum við, sem þarna aðstoðuðum, sinn ritningarkaflann hver, en erkibiskup ávarpaði síðan söfnuðinn og hvatti til fyrir- bænar fyrir vígsluþega, og lét því næst vígsluþega hafa \dir postulegu trúarjátninguna i heyranda hljóði. Að þvi loknu lagði erkibiskupinn fjórar spurningar fyrir vígsluþega, en vigsluþegi játaði þeim öllum og mælti síðan: „Ég, N. N„ heiti þvi fyrir augliti lifanda Guðs og með reikningsskapardaginn fyrir augum að gjöra alt þetta með trúmensku og samvizkusemi eftir þeirri náð, sem Guð gefur mér til þess“. Þá var sungið á sænsku sálmsversið, sem hjá oss myndar latneska vixlsönginn. En á meðan var vígsluþegi skrýddur prestsskrúða og að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.