Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 12
Kirkjuritið. KRISTUR OG KOMMÚNISMINN. Eftir Stanley Jones. STEFNUSKRÁ KRISTS. Kristindömurinn þarf að gjorbreyta heiniinúm, og sú breyting og bvlting verður að eiga sér miklu dýpri ræt- ur en kommúnismi Marx. Hún verður að vera vaxin af dýpstu andans lögúm alheimsins. Hún verður að svala sárasta þorsta einstaklingsins og jafnframt vera svo víð- feðm, að hún nái til allra manna. Hún verður að fela í sér alt gott í allri annari viðleitni til bóta í heiminum að kommúnismanum meðtöldum, Imn má ekki eyða því, lieldur á bún að fullkonma það, hefja það í æðra veldi. Gefa guðspjöllin nokkurar bendingar um það, hvernig slikt. megi verða? I þeim er enginn reglugjörð um það, bvernig beims- skipulaginu verði breytt í framkvæmdinni. Og sumir draga af því þá ályktun, að oss vanti alla vegsögn í þessum efnum í Nýja testamentinu. En það er óvist, að það sé neitt tjón fyrir fagnaðarerindið, að þar skuli livergi finnast sundurliðuð reglugjörð. Það kann að vera styrkur þess. Því að vér vöxum von bráðar upp úr kerfi af reglum. Um trúarbrögð, sem byggjast á þeim, fer ann- aðbvort svo, að fólkið brýtur reglurnar, eða þær brjóta fólkið á bak aftur. Jesús setti ekki kerfi af reglum, en bann leiddi í ljós undirstöðuatriði, sem bafa enn í dag sama gildi og forðum. Hefði hann gefið nákvæmar regl- ur og fyrirmæli fvrir sína tíma um breytingarnar til bóta, þá myndu þær ekki samsvara allskostar marg- brotnari báttuni lífsins nú og því síður á komandi tím- um. En mennirnir breytast sjálfir lítt kynslóð af kvn- slóð.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.