Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Parísarför. 161 að deildarforsetinn Iiafði ávarpað hina kjörnu doktora sinn í hvoru lagi, fvrst á frönsku og síðan á latínu, og lieiðursdoklorarnir svarað (Morehead á ensku, en Jörg- ensen á snjallri latínu) voru þeir færðir í doktorsskrúða og athöfninni síðan lokið með bænarflutningi. Meðal fúndarmanna voru alls 30 biskupar, að með- töldum nokkurum svnoduforsetum. Meðal biskupanna voru tveir frá Danmörku (Fuglsang-Damgaard Sjálands- Jnskup og Bruun-Rasmussen Árósabiskup), tveir frá Svi- þjóð (Eidem erkibiskup og Stadener biskup í Wexiö), tveir frá Finnlandi (Bonsdorff frá Borgá og Lehtonen frá Tammerfors) og' einn frá Islandi. Af norsku biskup- unum var enginn mættur vegna sjúkdómsforfalla. Einn daginn í miðri viku voru fundarliöld látin niður falla til þess að fulltrúarnir gætu farið ferða sinna um horgina sér til fróðleiks og skemtunar. Þaún dag sat ég ásamt dönsku fulltrúunum heimboð hjá Oldenburg, liin- um ágæta sendiherra Dana og' íslendinga þar i borginni. Var þar samankominn fjöldi danskra manna, sem bú- settir eru í París. Annan dag var ég ásamt dönsku bisk- upunum báðum í boði lijá frakkneska prófessornnm Paul Verrier, manni, sem liefir til brunns að bera óvenju- uiikla þekkingu ó bókmentum Norðurlanda svo og forn- bókmentum vorum, talar Norðurlandamál fullum fetuin °g bauð mig velkominn á hreinni íslenzku. Kona lians er dönsk. Prófessor Verrier taldi dr. Guðmund Finn- liogason til vildarvina sinna. Síðari sunnudaginn, sem ég dvaldi i París, átti prests- vígsla að fara fram í sænsku sendisveitarkirkjunni í Paris. Hafði Eidem erkibiskup þegar fyrsta daginn, sem við hittumst í París, beðið mig og finska biskupinn Bons- dorff að aðstoða sig við þá athöfn. Ég hafði nú að vísu ekki tekið biskups-skrúða minn með mér, en erkibiskup taldi það enga gilda afsökun, því að sænska kirkjan i París byggi svo vel, að ég gæti fengið ]iar það, sem mig vantaði. Lét ég þá tilleiðast að verða við tilmælum erki-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.