Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Kristur og kommúnísminn. 149 Þegar Jesús kom fram, kallaði hann aðeins starfs- menn til þess að vinna fyrir rikið nýja. Það átti að verða riki starfandi rnanna. Hann sá Matteus „sitja í tollbúð- inni“ við innheimtu og kallaði hann til þess að gefa í slað þess að taka. A einni af ferðum sínum tefldi hann hungrinu fram á móti lögmálinu. Lærisveinar hans tíndu kornöx á akri og' átu, af því að þeir voru svangir. Það var á hvíldardegi og þvi talið bannað samkvæml lögmálinu. En Jesús mat það meira, að þeir seddu hung- ur sinn. Þetta mundi tákna það á máli vorra tíma, að auði og skrauti kirkna skyldi varið til þess að seðja hungraða, ef það yrði ekki gjört með öðrum hætti. Að dómi Krists var það heilagt hlutverk, að bæta úr þörf- um manna. Þegar mannfjöldinn hafði þyrpst um hann á óbygðum stað og lærisveinarnir vildu senda fólkið heim, þá sagði liann: „Ekki þurfa þeir að fara burt, gefið þér þeim að ela“. Hann vildi ekki láta þá fara frá sér fastandi. Flest trúfélög liefðu gjört það. Þau hefðu sagl: „Vér höfum gefið yður andlega fæðu, um þá jarðnesku varðar ekki neitt“. Jesús lét lærisveina sína gefa þeim að eta. Og hann gjörði meira. Hann setti á stofn bræðra- lag með öllum. Hann sagði söguna um miskunnsama Samverjann. Prestur kom frá musterisþjónustunni í Jerúsalem og mátti ekki vera að því að hjálpa ósjálfbjarga manni, sem lá við veginn. Svo fór einnig hinum musterisþjón- inum, Levítanum. Þeir áttu svo annríkt við að þjóna Ouði, að þeir liöfðu enga stund aflögu til að þjóna hörn- um hans. En Samverjinn, útlendingurinn, gjörði það, sem hvorugur hinna varð til, hann gekk til hans. Hinir báðir sáu hann og gengu fram hjá. Samverjinn hætti úr þörf hans. Kristnir menn verða að koma alveg að og sjá rangsleitnina, sem rikir í skiftingu arðs og auðs, og þeim mun fallast mjög um liana. Kirkjan má ekki að eins horfa á álengdar. Hún verður að breyta eins og Esekíel þegar hann fór að tala til herleidda lýðsins

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.