Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 10
144 Árni Sigurðsson: Kirkjuritið. leiðin. En mörgum liefir orðið örðugri og langsóttari leiðin. Efnishyggjan og efinn hafa slökl trúarljósið. Hin kalda, vonarsnauða vizka, sem er í beinni mótsögn við instu eðlisávísun og meðfætl hugboð mannsandans um eilífl líf, hún hefir á vorum tíma varpað á lífsveg margra því myrkri, sem lærisveinarnir voru staddir i, Jtegar upprisufrásögur kvennanna létu í eyrum þeirra sem hégóma-þvaður. En þorstinn eftir hinni sönnu skoð- un á lífinu hefir knúð þá, eins og Pétur, til að hefja leil að ljósinu og sannleikanum í þessu efni. Og þá liafa þeir séð verksummerki, eins og hann. Jafnvel fullvrða margir, að skínandi sendihoðar æðra heimsins liafi birt þeim fagnaðarerindi upprisunnar. Og trú þeirra hefir þroskast gegnum öll stig: Frá efasemdum um alla hluti til undrunariunar yfir dýpt og fjölbreytni tilverunnar og dýrð mannssálarinnar, og frá undruninni til sigri hrós- andi vissu um eilíft lif, um Guð, sem á að verða alt i öllu, og um órjúfandi orsakasamband milli lifs vors og breylni hér í heimi og líðanar vorrar í öðru lífi. Hvað var það annað, sem Kristur kendi? Hvað var það annað, sem dauði hans og upprisa átti að koma til leiðar, en ])etta, að mennirnir mætti skilja eilifa alvöru og ábyrgð lífsins, sem hér er lifað, og sannfærast um, að „sönn Guðs börn sjá ei dauðann“. Þess er ekki að dyljast, að mörgum er enn í dag allur boðskapur um upprisu og ódauðleika hégómaþvaður, öllum þeim, er afneita innstu þrá hjarta síns, öllum þeim, er vilja ekki annað hevra, en að þetta líf sé alt og sumt, áhugamál þess það, sem máli skiflir, gæði þess og gleði hið eina nauðsynlega. En annaðhvort fvrir eða cft- ir umbreyting' dauðans munu þessir, eins og allir, neyð- ast til að sjá og viðurkenna það lögmál, að „heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá sem fljörir fíuðs vilja var- ir að eilifu".

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.