Kirkjuritið - 01.04.1936, Síða 18

Kirkjuritið - 01.04.1936, Síða 18
Stanlev Jones: Kirkjuritið. 152 maðurinn vegna hvíldardagsins, svo að mannssonurinn er jafnvel lierra hvíldardagsins“. Af þessu leiðir það, að trúfélög og stofnanir eru vegna mannanna, en menn- irnir ekki vegna þeirra. Þær eiga ekki að vera Pro- krústesarrúm og mennirnir teygðir í þeim, svo að þeir nái milli gaflanna, eða höggnir af þeim fætur, svo að þeir komist þar fyrir. Slík rekkja er kommúnisminn að verða, eftir því sem rétttrúnaður og harka fylgis- manna lians vex. Vei þeim, sem víkja frá rétttrúnaði lians, þeim skal fórna fyrir hann. Þar er hættan, að ljós kommúnismans snúist i myrkur, eins og svo oft hefir farið fvrir trúarbrögðunum. En Kristur visar veginn með því að hefja gildi mannsins svo liátt, að það er jafnvel meira en allur sjónarheimurinn hið ytra. Hann mat að engu allan mun á yfirstétt og undirstétt Hann benti á æðra ætterni. Hann rendi augunum yfir þá, er kring um hann sátu, og mælti: „Sjá, hér er móðir mín og bræður mínir. Þvi að hver sem gjörir vilja Guðs sá er hróðir minn og syslir og móðir“. Hér var um skyldleika að ræða, sem var ofar líkamlegum ættum einstaklinga og þjóða og tengdi þá alla í eitt bræðralag', sem gjörðu vilja Guðs. Sá skyldleiki knýtti jarðnesk ættarbönd við himininn. Jesús lýsti honum í þessum tveimur setning- um: „Einn er faðir yðar“ .... „Og þér eruð allir bræð- ur“ (Matt. 23, 8n.). Kjarni alls þess, er lög'málið bauð og' spámennirnir, var sá að dómi hans, að elska Guð og ná- ungann. Það var svo einfalt og þó svo djúpt, að lengra verður ekki komist. Menn hafa raunar leitast við að skilgreina trúna enn færri orðum: „Þú átl að elska ná- unga þinn“. En það er að greina það sundur, sem er óaðgreinanlegt. Það er banvænt hvoru um sig. Órofa- sambandið í milli sést glögt í kenningu og lífi Krists. Hann sagði: „í fangelsi var ég' og' þér komuð til mín“. Öll mannleg eymd og neyð tekur til hans um aldur. Hann er í fangelsi með liverjum fanga, hvort sem það eru lögin, örbirgðin eða félagsskipunin, sem hefir felt

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.