Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisniinn. 153 liann i fjötra. Hann hefir verið kvalinn á þúsund víg- völlum og þrælkaður í þúsund verksmiðjum. „Manns- sonurinn verður að líða margt“, sagði liann — já, auð- vitað, af þvi að synir mannanna verða að líða margt og hver þjáning þeirra er einnig kvöl lians. Svo framar- lega sem mannssonurinn tekur all þetta á sig — og það hlýtur hann að gjöra, því að það er eðli og aðall kærleik- ans — þá er þetta sannleikur, að „flóðaldan af ægikvöl heimsins brýzt inn í eitt hjarta“. í dauðastríðinu á krossinum hugsaði Jesús til óvina sinna: „Faðir, fyrir- gef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“. Og seinasta afrek lians var að hoða bandingja lausn: „í dag skaltu vera með mér í Paradís“. En er hann gat ekki lengur unnið meira fyrir aðra — „vissi að alt var nú þegar fullkomnað“ — þá lmgsaði liann um sjálfan sig: „Mig þyrstir“. Þa'nnig var öll æfi hans. Þarfir ann- ara fyrst og fremst. Þessum heita kærleika sínum til mannanna lýsti hann, er hann sagði: „Nýtt boðorð gef ég yður: Þér skuluð elska hvern annan d sama hátt og ég hefi elskað yður“. Menn eiga ekki aðeins að elska hverir aðra, heldur elska á sama hátt og Jesús elskaði þá. Þeir eiga að þjóna eins og liann. Það eru grundvallarlögin í samfélaginu nýja, sem hann kom lil að stofna, guðsríkinu. Og andi Iians hélt áfram að kenna lærisveinum hans iiið sama. Þegar Pétur hikaði við að fara til heiðingjanna, þá sagði andinn honum að fara og sýndi honum, að „fyrir Guði er ekkert manngreinarálit“. Og Páll postuli kendi það, að Guð liefði látið út frá einum sérhverja þjóð manna byggja all vfirborð jarðarinnar og ennfremur þetta: „Hér er ekki Gyðingur né grískur, hér er ekki jjræll né frjáls maður, hér er ekki karl né kona, því að þér eruð allir einn maður í samfélaginu við Krist Jesúm“. En jafnframt sá hann glögt, að það var ekki nóg, að alt manngreinarálit hyrfi, það var aðeins neikvætt, en já- kvæða hliðin þessi: „Berið hver annars hyrðar og upp-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.