Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.04.1936, Qupperneq 36
170 Ólafnr Magnússon: Kirkjuritið. Eiíthvað mun hafa verið dregið úr suraum hinum verslu göllum í þessu brauðasamsteypumáli. En að því er snertir prófastsdæmi það Árnesitrófastsdæmi — sem ég veiti forstöðu sem prófastur, er víst alt látið sitja við sama og launamálanefndin upphaflega lagði til. Vil ég því skýra þetta mál nokkuð og láta uppi álit mitt um það. í prófastsdæminu eru 25 kirkjusóknir. Af þeim eru 14 vestan og norðan Hvítár og Ölfusár, en 11 austan og' sunnan. Nú gerir frumvarpið ráð fyrir, að 1 prestur sé búsettur í vesturhlutanum en 3 prestar i austurhlutan- um. Þetta kemur þegar undarlega fyrir sjónir. Það er ekki ýkjalangt síðan — langt fram eftir æfi eldri manna, er nú lifa — að 14 voru prestaköllin liér í ])rófastsdæminu, og var þó þá nokkuð búið að fækka þeim frá þvi sem áður var. Með prestakallalögunum frá 1907 var þeim fækkað niður í 8. Sú tala hefir að lögum lialdist fram á þennan dag, þótl í raun og veru eilt þessara prestakalla hafi staðið óveitt nú um nokkurt skeið. Sameiningin 1907 mæltist yfirleitt mjög illa fyrir á meðal safnaðanna. Nú eru menn að vísu hættir að kvarta um þá sameiningu. En liitt fullyrði ég, að söfnuðir jjrófastsdæmisins sætta sig ekki við, að nú sé prestum enn fækkað um helming, og prestaköllum stey])t saman. Ég fæ ekki betur séð, en að þjónusta slíkra presta- kalla, er hér verður um að ræða, verði hverjum presti ofvaxin, þannig að hún geti talist í nokkru lagi frá kirkjulegu sjónarmiði skoðað. Um húsvitjanir verður ekki að ræða. Sennilega og til þess ætlast, að þær falli niður. Tel ég það þó á ýmsa lund mikinn skaða. Um viðkynningu prests og einstakra safnaðarlima verður varla að ræða. Þar með er þá sú hlið prestskap- arins, sem nefnist sálusorg, að mestu fallin úr sögunni, og er það meira tjón en við megi una.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.