Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 38
172 Kagawa i Ameríku. KirkjuritiÖ. prestaköllum — naumast að neinu leyti. Meðal annars af þessum ástæðum þykir mér sú ráðstöfum undarleg að leggja Arnarbælisprestakall undir Hraungerðispresta- kall, í stað þess þá heldur að hafa þetta þvert á móti. Arnarbælisprestur hlýtur enn um ófyrirsjáanlegan tíma að byg'gja sína prestsþjónustu á bestanotkun. Hraun- gerðisprestur gæti aftur á móti bygt sína þjónustu frem- ur á bílanotkun. Þegar ég lít yfir prestakallaskipun prófastsdæmisins, þá mundi ég lielzt óska, að þar væri engu um haggaö frá þvi sem nú er. Ólafur Magnússon. KAGAWA í AMERÍKU. Hinn ágæti japanski trúboði og umbótafrönniður Toyohiko Kagawa er nú á ferð um Bandaríkin. Rétt fyrir jólin í vetur kom hann til San Fransisko, og er í frásögur fært, að lionum liafi ver- ið bönnuð landganga í Bandarikjunuin vegna þess, að hann geng- ur með næman augnsjúkdóm, trachoma, sem hefir þegar svift hann sjón á öðru auga og er á leið með að blinda hitt auga hans. Þennan augnsjúkdóm tók hann, þegar hann hýsti flæking einn, sem leitaði á náðir hans, og deildi hvílu sinni við hann. Vinum hans í Ameríku þótti samt óliæfa að neita honum um landgöngu, þar sem í hlut átti einn hinn mikilvirkasti leiðtogi kristinna manna á sviði þjóðfélagsmálanna. Símuðu þeir lil stjórnarinnar, og sóttu um leyfi fyrir Kagawa, að ganga á land. Varð sú niður- staðan, að forsetinn veitti honum sjö mánaða dvalarleyfi sem gesti í landinu. Er læknir eða hjúkrunarkona stöðugt með hon- um, til að forða þvi, að nokkur smitist af honum. Að hoiium er veitt þessi undanþága frá hinum ströngu innflytjandálögum Bandaríkjanna, stafar af því, að.hér á lilut að máli einn hinn merkasti maður krislninnar nú á dögum, ekki aðeins fyrir af- skifti sin af þjóðfélagsvandamálum og forystu í verkamannahreyf- ingu Japana, og trúnaðarstörf fyrir japönsku stjórnina. við fá- tækrahjálp og endurreisn eftir jarðskjálftann mikla 1923, heldur engu síður fyrir margháttuð og afar-umfangsmikil ritstörf, og óvenju vakandi og innilegt trúarlíf, sem er hinn verkandi kraftur i öllum hans margbreyttu störfum. Þeim, sem kynnu að óska að kynnast starfi lians nánar, skal bent á æfisögu lians, ritaða af nánum samverkamanni hans og vini, William Axling. Stuttur út- dráttur úr henni birtist í 16. árg. Prestafélagsritsins. B. M.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.