Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Kristur og kommúnisminn. 159 höfundur skipulagsins og siðalögmálsins, Lenin skýr- ir kenningar Marx og stofnar konungsríki hans og Stalin heldur verkinu áfram — faðir, sonur og heilagur a'ndi kommúnisma guðleysisins — þessir þrír, og þessir þrír eru eitt. 1 guSleysingjasafninu í Leningrad standa þessi orS á stalli Leninsstyttu: „Tiu ár eftir dag Lenins, og andi hans er enn meSal vor“. Nýtt trúarhragSakerfi meS sínum helgiformálum og rétttrúnaðarkenningum. En inn í þetta nýja siðakerfi er blandað beizkju, hatri og befndarhug frá stofnandanum, Marx, þrætugjörnum og þungum í skaisi, þótt hann ætti mikla fórnarlund. Iverfið er þrungið af anda hans og eitrið liefir læst sig' um það. Þessvegna er kommúnisminn hlaðinn kaunum. Guðsríkið er aftur á móti stofnað í anda Krists, anda kærleikans og sjálfsfórnarinnar. Þegar vér opnum líf vort fyrir auðugum og heitum endurlausnarkrafti hans, finnum vér heilhrigði og lækningu streyma fram í hverja æð og taug. Kaunin liverfa, vér erum hraust, hólpin. Á þessu sviði hefir kommúnisminn ekkert að bjóða. Hvað verður um innri mein einstaklinganna andleg og siðferði- leg, þegar búið verður að afmá féndur stéttaskipulags- ins? Ekkert svar. Maðurinn þarfnast þess mest að gjörbreytast og það er grundvallarskilyrði þess, að nýju og traustu heimsskipu- lagi verði komið á. í stað eigingirni og eyðingar komi bróð- urást og samstarf. „Ég sé, hvers ég þarfnast“, mælti ind- verskur stjórnvitringur, „ég þarf að breytast til batn- aðar, annaðhvort af eigin rammleik eða verma hjarta mitt við lijarta þess, sem hreyzt liefir á þá lund“. Þau orð gáfu ekki aðeins innsýn í hjarta hans, heldur í hjörtu allra manna. Sé ekkert tillit tekið til þessa frumskilj'rðis í stefnu- skránni veröldinni til viðreisnar, þá verður hún altaf ófullnægjandi og hálf. Kommúnisminn gengur fram hjá þvi. Kristur byggir á því. Þessvegna á oss að vera auð- velt að velja i milli.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.