Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1936, Blaðsíða 24
158 Stanley Jones: KirkjuritiS. Nei, þar ræður fleira en járnhari lögmál. Straumur læknandi og fyrirgefandi náðar. Líkaminn allur hraðar sér að lækna hrotið bein, landvarnarlið hans fylkir sér um sollið sár að mýkja það og græða. Margir láta líf sitt til þess að hinir geti lifað. Skriður falla niður hlíðar, en náttúran breiðir hlóm yfir sárin. Hún var langt á undan oss með sitt Rauðakross-félag. En í æðstum skiln- ingi er kross Krists tákn fyrirgefandi og endurleysandi kærleika Guðs öllum til handa, sem eiga bágt andlega og siðferðilega. Kærleiki hans ber með oss og fyrir oss þyngstu gjöld synda vorra. Máttur hans megnar að brejda oss til hins betra. Kommúnistar trúa því einnig, að maðurinn breytist. Marx segir, að hann hafi áhrif á umhverfið og breyti þvi, og þannig hreyti hann sjálfum sér. Mikið rétt. Þess vegna viljum vér, að maðurinn eignist æðsta umhverfi, sem hugsast getur, guðsríki. Um leið og hann kappkostar að láta lög þess verða að veruleika í lifi sinu og annara, þá breytist hann, tekur að likjast því — eða nánar og og skýrar sagt — líkjast stofnanda þess, Jesú Kristi. En kraftinn til þess fáum vér aðeins fyrir innra frelsið þjáð- um til handa, fyrirgefninguna. Kommúnisminn tekur ekkert tillit til þessarar nauð- synjar. Hann vill lyfta ytri byrðum af herðum manna, ern snertir ekki við hinum innri. Þannig ætlar hann sér að lækna heiminn á auðveldari hátt en unt er. Hann segir, að ekkert eilífðarlögmál sé til og þar af leiðandi séu engin boð þess brotin né nein sálarneyð af þeim or- sökum. Eina siðalögmálið er siðalögmál stéttastríðsins, alræði öreiganna og stofnun kommúnistarikisins. Marx lýsir þessu ríki og siðalögmáli þess. Hann kemur í Guðs stað svo sem höfundur siðalögmálsins. Enginn Guð er til og Marx er spámaður hans. Ný þrenning er að vaxa upp á Rússlandi. Heljarstór mynd af Marx blasir við inn- ganginn á skóla einum. Á næstu hæð beint fjTÍr ofan er önnur eins af Lenin og hæst sú þriðja af Stalin. Marx

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.