Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 3

Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 3
Kirkjuritið. JÓLASÁLMUR. Sjá! Ennþá kemur Kristur í kveld með heilög jól. Hann var og verður fyrstur að veita líf og sól. Heyr! Enn liann er að kalla og opna himins hlið, að blessa og elska alla og öllu að hoða frið. Þú heimur sjúki særði, þín synd var þung sem blý, en Kristur frið þér færði, og færir enn á ný. Um allar þínar álfur snýst alt um ráðþrot sín; þó sært þig hafir sjálfur, hann sárin læknar þín. Minn drottinn! Þig vér þráum, og þína hjálp og vörn. Ó, kom frá himni háum, á heimsins fáráð hörn lát náðar daggir drjúpa og dýrðar skína sól, og sérhverl kné lát lcrjúpa við krossins náðarstól. Ó, lierra, vertu hjá oss og hjörtun vermdu köld. Ef aldrei fer þú frá oss, mun friðar ríkja öld. Um alla himna og lieima, i lij ..rta sérhvers manns lát lífsins lindir streyma og ljósið kærleikans. Ólína Andrésdóttir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.