Kirkjuritið - 01.12.1936, Side 14
404
Jón Helgason:
Kirkjuritið.
innar. Svo víðtæk urðu áhrif þessarar hreyfingar
þar í landi, að þar má með sanni segja, að nýir tímar
hefjist með siðbótinni, og alt andrúmsloftið smámsam-
an ummyndist frá rótum, ekki aðeins innan kirkjunnar,
heldur einnig þjóðlífsins yfirleitt. Af þeim andlegu öfl-
um, se'm áhrifaríkust liafa orðið fyrir menningu þjóð-
arinnar og allan hugsunarhátt, verður naumast bent á
nokkurt, sem ekki eigi beinlínis eða óbeinlínis rót sína
að rekja til þessarar hreyfingar. Hér urðu siðaskiftin
siðabót í orðsins fylstu merkingu.
í meðvitund þessarar alviðurkendu staðreyndar þótti
sjálfsagt, að efna til sérstakra liátíðahalda í minningu
þess, að liðnar voru fjórar aldir frá því er þessir áhrifa-
ríku viðburðir gerðust þar i landi. Yar þvi sérstök nefnd
skipuð næstliðinn vetur til þess að undirbúa þessa
minningarhátíð, og pennafærustu sagnfræðingar fengnir
til þess að rita um sjálft hátíðartilefnið. Jafnframt var
ákveðið að hjóða sem heiðursgestum til hátíðarhald-
anna fulltrúum frá öðrum evangeliskum þjóðum, og varð
það ánægjulegt hlutskifti þess, sem þetta ritar, að taka
þátt í þeim sem fulltrúi hinnar islenzku kirkju. Yorum
við alls tólf, sem sá lieiður veittist, en einn þeirra, erki-
biskup Erling Ejdem í Uppsölum, forfallaðist á síðustu
stundu.
Stóðu þessi kirkjulegu hátiðahöld yfir í 5 daga, frá
28. okt. til 1. nóv. — en einnig vikuna á eftir fóru fram
víðsvegar um land samskonar hátíðahöld, bæði í kirkj-
um, samkomuhúsum og skólum. —
I Kaupmannahöfn hófusl liátíðahöldin að kvöldi
miðvikudags 28. okt. í Nikolaj-kirkjunni, sem þó er nú
fremur að telja til samkomuhúsa en kirkjuhúsa í venju-
legum skilningi, enda telst aðeins turninn með réttu til
leifa hinnar upphaflegu Nikulásarkirkju. Kirkja þessi
eyðilagðist sem sé 1807, er Englendingar herjuðu á
Khöfn og reis ekki úr rústum fyr en fullum 100 árum
síðar, er auðmaður nokkur lagði fram fé til þess að