Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 19
KirkjuritiS.
Minningarhátið siðbót. í Danmörku. 409
upp heiður og hreinn (eftir molluþrungna undanfarna
daga, er ekki höfðu spáð neinu góðu um veðráttufarið
þennan dag). Blöktu fánar á flestum opinberum bygg-
ingum. Frá turni dómkirkjunnar (Frúarkirkjunnar)
kváðu við sálmatónar frá hornasveit, uppi á hásvölum
turnsins. Bárust þeir þaðan út yfir borgina í morgun-
kyrðinni, en fólk, sem á reiðhjólum skundaði til vinnu
sinnar, nam staðar víða í nálægum götum, til þess þó
að fá dálítinn „smekk“ af þessu yndislega forspili minn-
ingarhátíðarinnar.
Kl. 9^2 söfnuðust allir þeir andlegrar stéttar menn,
sem taka vildu þátt í hátíðarguðsþjónustunni í dóm-
kirkjunni, saman í liringsal (rotunde) dómkirkjunn-
ar, en þaðan skyldi haldið í skrúðgöngu kringum kirkj-
una og um aðalfordyri gengið til sæta inni í kirkj-
unni. Ánægjulegt er þeim, er þetta ritar, að minnast þess,
að fyrsti maðurinn, sem ég rakst á, er inn í hringsal-
inn kom, var gamall skólabrcðir og félagi frá náins-
árunum, Adolf Niclassen (Nicolaisen nefndist hann
venjulega á skólaárunum) fyrv. prófastur á Fjóni, nú
uppgjafaprestur (búsettur í Otterup). Þarf ég ekki að
taka það fram, hve ánægjulegt mér þótti að liitta þarna
þennan gamla og einkarkæra félaga minn og vin. Smám-
saman fyltist hringsalurinn af biskupum, próföstum og
prestum, öllum hempuklæddum, og 5 mínútum fyrir kl.
10 lagði skrúðfylkingin á stað úr hringsalnum og liélt
vestur með kirkjunni norðanverðri, fram hjá háskólan-
um og biskupssetrinu og inn um aðaldyr kirkjunnar.
Er skylt að taka það fram, að fulltrúi íslenzku kirkj-
unnar var settur í fararbrodd skrúðfylkingarinnar við
hlið yfirbiskups (primas) dönsku kirkjunnar og valið
efsta sæti á kirkjugólfi, næst sæti konungslijóna and-
spænis prédikunarstól. Með þessu liafa forgöngumenn
minningarhátíðarinnar viljað votta kirkju íslands og
sambandsþjóðinni virðingu sína og vinarhug. Má ekki
minna vera, en að þess sé getið hér, þótt einhver kunni