Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 21
Kirkjuritið. Minningarhátíð siðbót. í Danmörku. 411
að leggja það út sem fordildarvott af hálfu þess, er hér
heldur á penna. Tóku 400 andlegrar stéttar menn þátt i
þessari skrúðfylkingu (tveir saman í hverri röð), og var
talið, að ekki hel'ði fyrri sést þar í horg stærri fylking
kennimanna ganga til kirkju.
í dómkirkjunni, sem var fagurlega skreyll livítum og
gulum Krysantemum-blómum og ljósum innan frá alt-
ari og úl í fordyri, var livert sæti skipað á gólfi og svöl-
um, þegar inn var komið. Var þar samankomið alt stór-
menni borgarinnar með konungshjón, ríkiserfingja og
ýmislegt af skylduliði konungs og hirðmönnum í hroddi
fylkingar. En jafnskjótt og kennimannafylkingin kom
inn í kirkjuna, stóðu allir á fætur í sætum sínum og inn-
göngulag hljómaði frá hinu mikla organi kirkjunnar, en
dómorganistinn, organsnillingurinn N. O. Raastad, sat
við organið.
Eftir að allir voru komnir til sæta sinna, hófst guðs-
þjónustan með þeim hætti, að kirkjusöngflokkurinn
söng sem „inntroitus“ 100. sálm Davíðs. Þá var lesin
venjuleg kórdyrabæn og síðan sunginn sálmurinn „Den
signede Dag med Fryd vi ser“. Þá hófst víxlsöngur
prests, kórs og safnaðar. Hafði sá víxlsöngur verið
saminn af dr. Brodersen stiftprófasti lil afnota við
þessa minningarguðsþjónustu. En þrír prestar voru fyr-
ir altari, stiftprófastur og 2 aðstoðarprestar. Var þessi
tíðasöngur mjög fagur og liafði Raastad organisti sam-
ið lögin. Á eftir pistlinum var sunginn sálmurinn: „Vor
Guð er horg á bjargi traust“. Þá steig Kaupmannahafn-
arbiskup, dr. Fuglsang-Damgaard i stólinn og flutti
há tíðarprédikunina.
Biskupinn lagði úl af orðunum í 1. Pét. 1: „Alt liold
er sem gras og öll vegsemd þess sem hlóm á grasi:
Grasið skrælnaði og ljlómið féll af, en orð drottins varir
að eilífu“. Vegna hinna erlendu gesla endurtók hiskup
texta sinn á þýzku, ensku og frönsku. Prédikun hisk-
ups var áhrifamikil og prýðilega flutt. Tók biskup það