Kirkjuritið - 01.12.1936, Síða 24
H4
Jón Helgason:
Kirkjurití<5.
og var svo mikill, að stöðvast hlaut öll vagnaumferð um
torgið. Skólasveinar frá Metropolitan-skólanum léku
með leiðbeiningu æfðs leikara þrjú hundruð og fimtíu
ára gamalt leikrit „Karrig Nidding“ eftir Hieronymus
Justesen Ranch. En áður en leikurinn hófst, höfðu skóla-
sveinar gengið fylktu liði frá skóla sínum, klæddir svört-
um búningi skólapilta, eins og hann tíðlcaðist á sið-
bótatímunum, numið staðar á háskólatröppunum og
sungið þar nokkura gamla miðaldarsöngva og haldið
síðan til Gamlatorgs, þar sem leiksvið hafði verið reist
undir beru lofti. Þótti áheyrendum gaman að leiknum
þótt ómerkilegur væri að efni til, og mörg gjallarhorn
báru út til áhorfendanna orðin, sem töluð voru á hinu
opna leiksviði fyrir framan gamla ráðhúsið. Stóð þessi
leiksýning yfir nál. 1% stund. —
Kl. 4 var aftur komið saman í dómkirkjunni, og var
hið mikla kirkjurúm aftur alskipað kirkjugcstum. En til
þessarar samkomu var efnt, til þess að erlendir geslir
hátíðarinnar gæti borið þar fram kveðjur „að heiman“
og heillaóskir hinni dönsku kirkju til handa i tilefni
dagsins. Var ræðupallur reistur fremst í kórnum, en
gestunum og hinum dönsku biskupum ætluð sæti. fyrir
aftan ræðupallinn. Hófst þessi athöfn með því, að sung-
inn var sálmur. Þá kvaddi biskup Kaupmannaliafnar
sér hljóðs, ávarpaði heiðursgestina nokkurum orðum
út frá orðum postulans: „Allir hræðurnir biðja að heilsa
yður“. Minti hann á það, að livað sem liði þjóðerni, þá
væru allir evangelisk-kristnir menn limir á sama líkama,
sem hér væri líkami hinnar lútersku kirkju. Eflir að
hann hafði hjartanlega þakkað erlendu gestunum fyrir
komuna bæði á dönsku, þýzku, ensku og frönsku, og
lesið upp nokkur heillaóskaskeyti (m. a. frá dómkirkju-
presti, séra Bjarna Jónssvni), tóku heiðursgestirnir til
máls og fluttu kveðjuávörp sín. Fyrstur lók til máls
fulltrúi íslenzku kirkjunnar og siðan hver af öðrum,
unz allir höfðu borið fram heillaóskir sínar. Talaði