Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 30
420 J. H.: Minningarhátíð. Kirkjuritið. kirkjulíf Dana, menningarlíf og vísindalíf, aðalumræðu- efni á öllum kirkjulegum samkomum um land alt. Bend- ir alt til þess, að Dönum, ekki sízt kirkjulýð öllum, sé einkarljós þakkarskuldin, sem þeir eru í við liina miklu breytingu á öllu kristnihaldi, sem með þeim var lögfest 30. október 1536. Sem að líkum lætur, birtust þessa daga ýmis rit varðandi sið- bótina í Danmörku og þykir mér rétt að nefna hér nokkur hin helztu þeirra, ef einhverjum, sem þetta les, kynni að leika hugur á að kynna sér þau eða eitthvert þeirra nánar. Ber þar fyrst að nefna hátíðarrit prestafélagsins danska: , Luthers Arv og Dan- marks Kirke“, mikið rit og vandað, þar sem ekki færri en 30 hinna pennafærustu kennimanna Dana hafa tekið höndum saman til þess að gera lesendunum sem Ijósasta grein áhrifa siðbótarinnar á kirkjulífið, menningarlífið og þjóðlífið i heild sinni. Þá hefir dr. M. Neiiendam gefið út stutt og alþýðlegt yfirlit yfir siðbótarsögu Dana: ,,1536“ — svo er titill bókarinnar — og er það sem vænta mátti prýðilega samið. Sama er að segja um rit það, er ann- ar af beztu kirkjusagnfræðingum Dana, P. Severinsen sóknarprest- ur hefir samið og prenta látið: „Hvordan Reformationen indförtes i Danmark“. Er það samið og prentað að tilhlutun kirkjumálaráðu- neytisins og selst hinu vægasta verði (á 1 kr.), til þess að það komist i sem flestra hendur. Loks má nefna rit L. P. Fabri- cíusar sóknarprests og kirkjusöguhöfundar: „Vor Kirkes Reforma- tion“ (384 blaðsíður, verð 8 kr.), þótt það að réttu lagi sé sérprent úr 2. bindi kirkjusögu Danmerkur eftir sama höfund. í lilefni þessarar hátíoar hefir verið efnt til samskota um alt land í þvi skyni að reisa á einhverjum tilvöldum stað í liöfuð- staðnum styttu til minningar um lögleiðslu siðbótarinnar. Hafa menn hugsað sér hana sem háa ferstrenda og uppmjóa steinsúlu. Á fæti (basis) minnismerkisins, sem ber súluna eiga að vera fjór- ar háskurðarmyndir, er eiga að minna á nokkura höfuðviðburði úr siðbótarsögunni dönsku. Er ætlast til að minnismerki þetta muni kosta um 200 þús. krónur. Mun prófessor dr. J. Oskar Andersen eiga hugmyndina, en uppdráttinn þeir Max Andersen myndhöggv- ari og Lönborg-Jensen húsameistari. Jón Helgason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.