Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 32

Kirkjuritið - 01.12.1936, Page 32
Kirkjuritið. JÓL í SVÍÞJÓÐ. Það er í rauninni ekki hægt að lýsa jólum í Svíþjóð svo, að það verði nokkuð tæmandi lýsing. Jól eru að vísu altaf. jól, livar á hnettinum sem þau eru. — kjarni helgarinnar er altaf sá sami, og þessvegna verður geð- blærinn, andrúmsloftið yfir jólunum alstaðar eitthvað líkt, en umhverfi og aðstæður eru býsna drjúg um að skapa ýmiskonar siði og venjur. Það, sem gerir það ennþá erfiðara að lýsa sænskum jólum til nokkurrar hlítar, er það, að Svíþjóð er mörg lén eða héruð, sem livert um sig kappkostar að verða ekki eftirbátur hinna um það, að varðveita alt það, sem heitir fornir siðir eða venjur. Þannig eru siðvenjur og ýmiss bragur næsta ólíkur í ýmsum héruðum, og gildir það ekki sízt um jólasiðina og jólavenjurnar. Þessi rækl hefir einnig dregið fram og. skerpl ein- kenni bygðanna, svo að þau hver um sig eru nokk- uð alment viðurkend og tekin gild. T. d. er einkenni Smálendinga talið liarðfylgi og dugnaður, „settu Smá- lending á sandauðn og hann skal komast þar af“ er einn málshátturinn, sem Svíum er tamur. Norrlending- urinn fær orð fyrir að vera stórhrotinn og einarður; Vármlendingurinn fyrir að vera viðkvæmur, liugsjóna- ríkur og skáldhneigður (þaðan er Selma Lagerlöf) og s. frv. o. s. frv. 1 höfuðborginni mætast allir straumar, ekki sízt fyrir jólin. Járnbrautarlestirnar, sem renna inn í höfuðstað- inn, eru þéttskipaðri en ella. Það er fólk hingað og þang- að af landinu. Sumir af því, að þeir eiga ættingja í höf- uðborginni, sem þeir ætla að njóta jólanna með, og enn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.