Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.12.1936, Qupperneq 38
AÐALFUNDUR „HALLGRÍMSDEII,DAR“. Aðalfundur , Hallgrímsdeildar“ liófst með guðsþjónustu i Stykkishólmskirkju 8. sept, að kveldi. Prédikun flutti séra Björn Magnússon á Borg, út af Matt. 11, 16.—24. Níu félagsmenn voru mœttir á fundinum og tveir gestir þeirra. Morguninn eftir liafði séra Eiríkur Albertsson framsögu um: Afstöðu íslenzku kirkjunnar til nútímans. Urðu miklar og fjörugar umræður um málið lengi dags, en engin samþykt var gjörð. Um kvöldið flutti dr. Árni Árnason, héraðslæknir í Ólafsvík, erindi i Stykkishólmskirkju um: Sjálf- stæði íslenzku kirkjunnar, við góða aðsókn almennings. Fimtudag 10. sept. að morgni hófust umræður um umræðu- efni dr. Árna, sjálfstæði isl. kirkjunnar. Margir tóku til máls. Tillaga kom fram um að kjósa þriggja manna nefnd i málið, er starfi til næsla aðalfundar, og 2 varamenn. Tillagan var sam- þykt. Kosningu hlutu í nefndina: Dr. Árni Árnason, séra Þor- steinn Briem, prófastur, séra Jósef Jónsson, prófastur, og til vara: Séra Eiríkur Albertsson og séra Sigurður Ó. Lárusson. Þá voru tekin fyrir venjuleg aðalfundarstörf. Forseti séra Þorsteinn Briem bar upp þá tillögu félagsstjórnar- innar, að kjósa sem heiðurfélaga deildarinnar þá: Dr. Árna Árnason, liéraðslækni í Ólafsvík, og kirkjuráðsmann Ólaf B. Björnsson, Akranesi og samþykti fundurinn það í einu fcljóði. Forseti gat þess, að 200,00 kr. tilheyrandi ,,Skálholtssjóði“ hefðu verið lagðar inn í Söfnunarsjóð íslands, samkvæmt ályktun fyrri fundar. Nefnd um messuskifti og fyrirlestra við skólana skilaði störf- um og voru tillögur hennar samþyktar, svo hljóðandi: Séra Jósef Jónsson messi í Staðarhólsþingum. Séra Þorsteinn Briem messi í Hestþingum. Séra Ásgeir Ásgeirsson messi í Staoastaðarprestakalli. Séra Björn Magnússon mespi í Garðaprestakalli á Akranesi. Séra Ólafur Ólafsson messi í Helgafellsprestakalli. Séra Þorsteinn I.. Jónsson messi í Nesþingum. Séra Þorsteinn Ástráðsson messi í Staðarhólsþingum. Séra Magnús Guðmundsson messi í Reykholtsprestakalli. Séra Bergur Björnsson messi í Setbergsprestakalli. Séra Einar Guðnason messi í Prestsbakkaprestakalli. Séra Sigurjón Guðjónsson messi i Miklaholtsprestakalli. Séra Sigurður Ó. Lárusson messi í Saurbæjarprsstakalli. Séra Eiríkur Albertsson messi í Hvammsprestakalli. Séra Jón Guðnason messi í Borgarprestakalli.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.