Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 12

Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 12
106 Sigurbjörn A. Gíslason: Marz. utan, sérstaklega til hljómlistarnáms. Hitti ég hann i Kaupmannahöfn seinni liluta vetrar 1901. Tók hann feg- inshendi tilbofSi um aö heimsækja ýmsa merka danska sveitapresta, er veitl liöfðu mér frjálsar liendur til að koma með islenzka námsmenn til þeirra. Það ferðalag mótaði trúarlíf hans æfilangt. Hann teig- aði sem þyrstur maður trúarhlýindin á heimilum góðra presta, — og söng við raust trúarvissusálma danska, er við fórum tveir einir um Bövlingsveit á Jótlandi. Sókn- arpresturinn þar, séra Busch, síðar formaður kristni- ljoðsfélags Dana yfir 20 ár, liafði mikil áhrif á hann og góð. „Nú hlakka ég lítið til að koma til Danmerkur", sagði séra Jón löngu síðar, er ég sagði honum lát séra Busch. Sumarið 1901 urðmn við samferða á kristilegan stúd- entafund i Sviþjóð og nokkuru síðar samskipa til Islands, og með ströndum fram, frá Seyðisfirði um Reykjavík. til Norðurlands. Margar hefi ég minningar góðar um hann frá öllu því ferðalagi, sem ekki er rúm fyrir hér. En geta verð ég þó um eina umsögn um hann, er sýnir, live ólíkt kunnugir og ókunnugir dæmdu um liann á þeim árum og líklcga oftar. Prófastsfrú i Struer á Jótlandi sagði við mig: „Ég vai' hálfergileg við yður, kandidat Gíslason, að þér skylduð skilja þcnna kandidat Thorvaldsson eftir hjá okkur. Hann sagði varla orð fyrstu dagana, en sal altaf við bókalestur.“ „Eruð þér enn ergilegar við mig, frú Christensen, út af þessu?“ svaraði ég. „Nei, það er ég ekki“, svaraði frúin, „því þegar hann fór að kynnast betur, varð hann allra skemtilegasti maður, og þegar hann fór, söknuðum við hans öll“. Þegar lieim kom, var séra Jón 2 vetur við barnakenslu ýmist á Brjánslæk eða i Hergilsey. Hann vígðist að Stað á Reykjanesi í júlí 1903, og kvongaðisl um haustið, 3. okt., Ólinu, dóttur Snæbjarnar í Hergilsey, ágætri konu, sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.