Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 22

Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 22
116 Ásnuindur Guðmuiidsson: Marz. l)á liefir honum mistekist það svo, sem mest mátti verða, því að einmitt með þessu móti Keymdist minningin örugglegast. Skömmu eftir kirkjuþingið í Níkeu 325 lét Konstantínus keisari mikli brjóta Venusarhofið, svo að Golgata-klöppin koin í ljós á ný. Og kristnir menn komu þar saman og hlýddu á lestur píslar- sögunnar frá hádegi til nóns. Arið 326 var að boði Konstantínusar tekið að reisa kirkju við bjargið. Varð það eitthvert fegursta guðs- húsið, sem veröldin hefir nokkuru sinni séð. Það var basilika í grískum byggingarstíl, úr marmara og prýdd gulli. Allur helgidóm- urinn var 140 metrar á lengd, en 35 á breidd. Fyrir vestan kirkj- una var garður með þrennum súlnagöngum umhverfis, og Gol- gata þar á vinstri hönd. Vestar reis voidug hvelfing yfir gröf Krists. I maimánuði 614 rændu Persar kirkjuna og rúðu hana fegurð og skrauti. Þeir iögðu eld í hana, og fórst um 400 manns í brunanum. Seinna unnu Arabar á henni skemdarverk, og var hún hörmulega útleikin, þegar krossfarendurnir náðu henni á sitt vald, 1099. Þeir reistu nýja kirkju í staðinn, „kirkju grafarinnar helgu“. Hún var miklu stærri og voldugri, en ekki jafn fögur. Fyrir öld skemdist hún mjög í eldsvoða, en viðgjörðin mistókst að ýmsu leyti, svo að átakanlega brestur á fegurð og einfaldleik þessa helgasta musteris heimsins. Auk þess er það nú orðið hrörlegt. Þegar inn er komið, blasir Golgata við til hægri, liggja þrep þangað upp, og þar eru reist tvö ölturu. Lengra til vinstri undir háhvelf- ingunni víðu og voldugu er kapella grafarinnar helgu og gröfin, ef til vill í raun og veru á þeim stað, þar sem Kristur var lagður liðinn, þótt ekki verði það fullsannað. Gröfin er ei.ns og kista í laginu. Botn hennar og önnur hlið eru höggvin í klettinn, en gafl- arnir og hin hliðin eru úr marmarahellum. Daglega allan ársins hring sækir mannfjöldi heim þennan helgistað. og þó flestir um föstuna, einkum um bænadagana. Ó- teljandi bænarandvörp stíga upp þaðan, og menn lyfta hjörtum sínum til himins. H. V. Murton, rithöfundurinn heimsfrægi, lýsir þessari til- beiðslu í bók sinni „I fólspor meistarans". Hann segir svo frá, meðal annars: „Ég gekk unp þrepin og kraup á kné innan um hljóða mann- þyrpinguna, og hver um sig hélt á logandi kerti. Sá sem var næst- ur mér andvarpaði þungan, eins og hjarta hans ætlaði að springa. Ég leit til hans snöggvast og sá |)á svart andlit og Ieiftrandi augu í Ijómanum af kertaljósinu. Við krupum fyrir framan altari alsett kertaljósum og lampa- Ijósum. Smámsaman fækkaði fólkinu og ég færði mig nær altarinu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.