Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 24
118
Ásmundur Guðmundsson:
Marz.
Þar stóð grískur prestur og slökti á sumura kertunum, en kveikti
á öðrum. Hann benti mér að koma til sín og sýndi mér silfur-
plötu, sem kerti loguðu kringum, þar fyrir neðan var hola í
klettinn, og hann hvíslaði að mér, að í henni hefði kross Jesú
Krists staðið. Pílagrímarnir komu grátandi og biðjandi og snertu
klettinn skjálfandi fingrum. Þetta var Golgata, helgasti staður á
jarðríki.
Grafhýsi Krists er 6% fet á lengd, en 6 á breidd, og geta aðeins
tveir verið inni í þvi í einu, eða þrír i hæsta lagi. Eg gat séð
pílagrím krjúpa við gröfina, svo að ég beið fyrir utan. Þegar mér
fór að leiðast biðin, beygði ég mig, svo að ég sæi betur inn. Mað-
urinn inni var aldraður bóndi, búinn tötrum, með stóra flókaskó
á fótum. Hann var Búlgari og hafði komið með pílagrímaskipi, eins
og Iíússum er títt, og líklega hefir hann verið að safna til þess-
arar ferðar alla æfi.
Hann kraup við marmarahelluna og kysti hana hvað eftir ann-
að, en tárin runnu niður eftir hrukkóttu vöngunum og hrundu
á steininn. Hann snart marmarann mjúklega stórum, hrjúfum og
vinnulúnum höndum, svo spenti hann greipar og baðst fyrir,
og gjörði krossmark fyrir sér.
Hann baðst fyrir upphátt, titrandi röddu, en ekki skildi ég,
hvað hann sagði. Því næst dró hann mörg óhrein pappírsblöð úr
vasa sínum og langa slæðu, neri þeim hægt um gröfina og stakk
þeim aftur í vasa sinn.
Ég hugsaði, að ef til vill myndi inni rúm fyrir mig, svo að ég
laut höfði og gekk inn í gröfina. Grískur munkur, bóndinn og
ég fyltum grafhýsið. Það hefði verið rýmra, að bóndinn hefði
kropið áfram, en hann reis upp við komu mína, honum féllu enn
tár, og hann hvíslaði einhverju að mér. Við stóðum nú brjóst við
brjóst, og þegar ég leit í augu honum, sá ég þar sælu.
Þetta var heitasta þrá æfi hans. Aðra eins sælu hafði ég aldrei
áður augum litið. Aldrei hefi ég séð svo mikinn frið og gleði stafa
af ásjónu nokkurs manns. Ég myndi feginn hafa viljað gefa allan
heiminn til þess að geta talað við hann, er við stóðum þarna >
grafhýsi Krists, hann hvíslaði því að mér, sem ég skildi ekki,
og ég hristi höfuðið.
Þá sneri hann sér frá mér að gríska munkinum og sagði hið
sama við hann. En munkurinn gat ekki skilið hann og hristi líka
höfuðið. Þá kom vandræða fát á gamla manninn. Hann brýndi
róminn lítið eitt, leit snögt á marmarahelluna, lækkaði hann aftur
og benti á ennið á sér og á lampana, sem héngu yfir gröf Krists.
Þá skildi munkurinn. Hann hneigði höfði alvarlega, dró niðu’