Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 27

Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 27
Kirkjuritið. Lúterska trúboðið meðal innfæddra manna í Ástralíu. Starf kristniboðanna meðal innfæddra Ástralíumanna er hið rrfiðasta. Veldur hvorttveggja, að andlegt gáfnafar þessa frum- stæða kynstofns er á lágu stigi, og lifnaðarhættir sérkennilegir. Það er naumast nokkur önnur þjóð á jarðriki, sem stendur jafn herskjalda fyrir áhrifiun Evrópumenningarinnar, er steðjar að l11' öilum áttum. Hvitir menn hafa sölsað undir sig frjósömustu landshlutana. En í eyðimörkunum uppi í landi og frumskógunum nyrðra, þar sem hvítir menn háfa ekki enn sligið fæti, reika um sex tugir l'úsunda innborinna manna, er lifa á veiðum og öðru þvi, sem útndið gefur af sér. Þeir lila á forna steinaldarvísu. Þeir þekkja enga málma, stunda hvorki akuryrkju né kvikfjárrækt og hafa engar skepnur aðrar en Astraliuhundinn. Þar sem þeir hafa a- vált lifað flökkulifi, þá er þeim óviðráðanleg umferðaþrá i blóð úorin, og mestu trúboðsörðugleikarnir eru í því fólgnir, að nær er ókleift að venja þá við fasta bústaði. Nokkurar þúsundir innfæddra manna liafa smámsaman getað felt sig við það, að gæta hjarða hvítu óðalsbændanna úti um við nfréttarlönd, og orðið reiðmenn ágætir. Konur þeirra og dætur újálpa hvitu húsfreyjunum við innanbæjarstörfin. En |)essir „sið- u°u innbornu menn“ geta ekki heldur yfirleitt staðist til lengd- i,r flökkuþrána, og þá halda þeir aftur í skyndi inn í skóginn til félaga sinna. það er kallað í Ástralíu að fá sér göngu. Aðrir örðugleikar standa i sambandi við það, að þessir innbornu 'uenn, sem hafa fengið nasasjón af menningunni, hafa venjulega kynst þvi, sem Iakast er hjá hvíta fólkinu. Af því leiðir smitandi sjúkdóma, ofdrykkju og aðra lesti. En svertingjarnir eiga minna •'iótstöðuafl gegn þeim en hvitir menn. Ennfremur hefir samlif úvitra manna og svartra valdið því, að allmikið hefir fæðst af kynblendingum. Þeir munu nú ná um 20 þúsundum, og fer fjölg- ‘•ndi jafnt og þétt við hvert manntal. Krislniboð meðal innfæddra Ástralíumanna hefst á öndverðri öld, og gætir þar mest starfs lútersku kirkjunnar þýzku.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.