Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 30

Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 30
124 Augustin Lodewyckx: Marz. nm yrði safnað saman á Kengúrúeynni rétt hjá suðurströnd Ástralíu. En ekki varð neilt úr því, því að innfœddu mönnunuin var allsendis óljúft að fara þangað. Trúboðsfélaginu í D.resden var það ofvaxið, að styðja frekar starfið í Suður-Ástralíu. Og stjórninni þar leizt af fjárhagsástæð- um að leggja niður „verndara“-embætti Shurmanns. Þessvegna gengu saxnesku trúboðarnir liver af öðrum um miðja öldina í ])jönustu Evangelisk-lúterska kirkjufélagsins í Ástraliu, enda fór sívaxandi þörfin á prestum handa lútersku söfnuðunum meðal þýzkra landnema í Ástralíu. Mayer, Schúrmann og Teichelmann gáfu út merk rit um þjóð- flokka og mál Ástralíu. Herrnhútar stofnuðu tvo söfnuði í Viktoríulandi, Ebenezer við Hindmarsh-vatn 1858 og Hamahynck við Wellington-vatn 1802. og horfði mjög vænlega i fyrstu. En þó gátu þeir aðeins nieð naumindum hatdist fram yfir aldamótin 1900. Það lítið, sem eftir er af innbornum mönnum frá Ramahynck og öðrum stöðvum þeirra í Viktoriu er nú alt saman komið við Tyers-vatn og ber- sýnilega á leiðinni að deyja út. Frægasta Iúterska trúboðsstöðin í Ástralíu er kristniboðsstöð- in í Hermannsburg í Mið-Ástralíu, hún var stofhuð 1875 að’ hvöt- um Evangelisk-lúterska kirkjufélagsins og stendur enn í dag. Lega Hermannsburg, í miðju meginlandinu við þjóðveginn f'”1 suðurströndinni til Darwin nyrðra, eykur borginni mjög gildn Og margir ferðalangar, m. a. vísindamenn, hafa ldotið góðar við- tökur hjá trúboðunum í Hermannsburg og stuðning í rannsókn- arstörfum sínum. Ég mun nú segja nokkuru ítarlegar frá upphafi þessa kristni- boðs, því að það bregður ljósi yfir ástandið i Ástralíu eins og ]>að var fyrir (iO árum. Tveir fyrstu kristniboðarnir voru þeir Ijræðurnir A. II. Kenipe og W. E. Schwarz. Höfðu þeir verið valdir til starfsins í Mi®" Ástralíu — eftir þvi sem Harins prestur sagði í spaugi i Hanno- ver um trúboðsstöðina í Hermannsburg — af því, að þeir voru þegar orðnir vanir hitanum, annar við smíðar en hinn við bakstur. Ferðalögin uppi í landinu voru nærri því ókleif. En þó vai lagt af stað í október 1875 og stýrði Heidenreich prestur f>’a Suður-Ástralíu förinni. Trúboðarnir höfðu vagna — og mintu hjólin á ..timann fyrir Syudaflóðið" — 33 hesta, 17 nautgripi og 3100 kindur. 22. október 1875 lagði lestin af stað. En við .lamestown lendii

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.