Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 32

Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 32
12(5 Augustin Lodewyckx: Marz. sínum. Þvi urðu þeir nú að klappa steina, brenna kalk og saga við, svo að þeir gætu haldið úfram byggingunum. Og þetta urðu þeir að vinna alt einir i steikjandi sólarhita, því að fyrstu mán- uðina sáust yfirleitt engir innbornir menn. Þessvegna leið á löngu, þótt þeir ynnu af kappi, þangað til þeir gátu hætt að hreiðra um sig úli, í skúrum eða í eldhúsinu. Hér má skjóta því inn í, að trúboðsstöðin galt brautryðjend- um sínum auk fæðis „konungleg" laun. sem hér segir: Kvæntum kristniboða 12 pund á ári, ókvæntum 8, landnema 4. En af þvi að þurð var í sjóðnum, varð fyrst kleift að greiða þessa uppliæð eftir þrjú ár. 17. desember kveðast bræðurnir hafa reist 5 hús og þannig lokið byggingunum fyrst um sinn. 12. nóvember 1880 var einnig kirkja þeirra vígð. Frá gangi trúboðsins síðar skal að eins skýrt í höfuðdrátt- uniun. Skepnueignin var 188(5 orðin alls 405 nautgripir, 136 hross, 2700 fjár og 400 geitur, og landeignin yfir 300000 ha. Vonin uni arð af þessum búskap hefir ;tð vísu brugðist, en hann hefir þ() gjört það kleift, að veita að staðaldri vinnu við trúboðsstöðina mörgum innfæddum mönnum, sem ella hefðu flakkað um í skóg- uniun eða leitað sér starfa hjá öðrum búfjáreigendum. Þannig hefir búskapurinn veitt færi á því að kenna þessum innfæddn mönnum kristin fræði, og búa þá undir það að láta skírast, svo að myndast hefir kristinn söfnuður. Hvítu mennirnir voru alls árið 1886 níu fullorðnir karlmenn, i'jórar konur og átta börn. En ýmsir sjúkdómar hafa lagst þungt á konurnar og börnin. Síðan árið 1894 hefir Strehlow kristniboði sett sitt mót á starf- ið, og að lokum innsiglað trúmensku sína með dauða sínum 11 eyðimörkinni. Strehlow bjó sig undir kristniboðsstarfið í Neuen- dettelsau. Hann varð er fram iiðu stundir laginn og heppin11 læknir og biökkumennirnir báru mikið traust til hans. Leiddi þa^ Ii 1 þess, að innbornum mönnum fjölgaði talsvert við trúboðs- stöðina og voru þeir alls orðnir 243 árið 1921. Það afreksverk Strehlows, að hann færði til bókmáls lungu Aranda-kynftokksins. Hann samdi Aranda-málfræði og orðabók, <>g þýddi Nýja testmentið á það mál. Þegar hannn átti 25 ára trúboðsafmæli, hafði hann skirt 176 blökkumenn, þar af 130 börn, fermt 18 og vígt 24. Kempe trúboði lýsir því, hver feikna þraut það sé að innræta innbornu mönnunum trúarhugmyndir og siðgæðisliugmyndi''- Honum farast um það orð á þessa leið: „Alt, sem börn okkar vita og skilja, verður fyrst að kenna þeim-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.