Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 33
Kirkjurilií'i.
Lúterska trúboÖið.
127
Þannig hafa ])eir t. d. alls ekki tímatal. Þeir geta jafnvel ekki
taliö lengra en upp að 2. Það seni þar cr fram yfir nefna þeir
annaðhvort nrbntja (nokkur), eða njara (margt), ef það er fleira
en fingurnir á þeim. Þessvegna höfum við þegar kent þeim löl-
'irnar frá 1 upp að 10, og svo getum við bygt ofan á þá þekkingu.
Við fáumst nú einnig við það, að kenna þeim að skipa timanum
* vikur og mánuði, af því að þau hugtök koma oft fyrir í Biblí-
unni“.
Sami maður skrifar ennfremur um börnin: „Þau eru svo löt að
hugsa, að því verður ekki með orðum týst. Þau grípa það þegar,
sem þeim er sagt, en hitt kemur þeim ekki til hugar að íhuga
bað sj álf“.
Nú er forstaðan i höndum F. Albrechts kristniboða. Við hlið
honum starfa A. H.' Heinrich kennari og einn aðstoðarmaður.
Tala svartra manna við trúboðsstöðina hefir verið allmjög á
1-eiki, frá 200 til 400.
Skólabörnin eru svo vel á veg komin, að þau skrifast á á Ar-
ílnda, móðurmáli sínu, og geta lesið Bibliuna á því. Þar sem inn-
horna fólkið getur ekki altaf haft nóg fyrir stafni, þá er það við
°g við sent út í óbygðina, svo að þvi förlist ekki veiðimenskan
°g það verði ekki með öllu rótarsiitið frá fyrri heimkynnum
sinum.
Aðrar lúterskar kristniboðsstöðvar i Ástralíu eru siður kunnar
út á við. En þær eru: 1. Killalpaninna í Suður-Ástralíu norðan-
verðri. Hún var stofnuð 1866, en lagðist niður á árum heims-
styrjaldarinnar. 2. Hope Valley, via Cooktown, norðarlega á
Queenslandi, stofnsett 1886. 3. Koonibba, við vesturströnd Suður-
Ástraliu, þar sem menn liófu að stunda búskap 1898 og fyrsti
trúboðinn kom 1901. Um Hope Valley skortir mig hér allar nán-
ari heimildir. En í Ivoonibba var búið að skira alls 212 innborna
'uenn árið 1926, og í söfnuðinum þar eru 176 talsins.
Lúterska trúboðið á Nýju Gíneu hefir miklu meiri álirif en trú-
boðið á meginlandinu. En um það er þáttur fyrir sig, og verð ég
uú að láta sögu þess á hinni stóru og fjölbygðu ey hvíla í þagn-
argildi.
Augustin Lodewyckx.