Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 35
KirkjuritiÖ.
Eftir kirkjufundinn.
129
útkoma á a‘ð verða einhver. — Þetta burfa allir nienn, trumenn
og visindamenn, að íliuga. ---Menning heimsins er viða afar-
onáttúrleg, orkan steingerð eða deyðandi.
Þó að dásamlegur gróður prýði víða þessa jörð okkar, sem
við byggjum, og guðlegur gróður dafni víða í hjörtum og hugar-
löndum ibúanna, þá er alt of víða eyðimörk. — Alt frá hrygðar-
mynd einstakiingsins í snjöllu Ijóðlínunum:
„Líkaminn var eins og laufguð björk,
en sálin ægileg eyðimörk/‘
í gegn um heimsveldi tízkunnar lil skotgrafanna, bryndrekanna,
eiturgassins og valkastanna, með öllum þeim hugrenningum og
ráðagerðum, sem að baki liggja.
Er ekki meiiningarhugsjónin víða steingerð enn? Starir ekki
hin guðborna, fagra vera dauðum augum út yfir hrjóstrin —
°g þráir lausn?
En hvert er nú töfraorðið?
Töfraorðið, lausnarorðið er Jesíis Kristur. Ekki sagt, heldur
ðfað.
Af öllum þeim gullvægu bendingum, sem hann hefir gefið
°kkur mönnunum, ríður okkur máske ekki minst á þvi nú að
gefa gaum muninum, sem hann sagði að væri á þvi að nefna
nafn sitt og gjöra vilja föður sins.
Armleggur okkar hvers og eins nær skamt lii þess að verka
:i heimsmenninguna, en
„byrjum fyrst í okkar heimahögum,
að hjálpa röðli’ að fjölga sólskindögum."
Björn Guðmundsson.
Gildasti þátturinn.
hramkoma manna í opinberum málum ber vott um það, að
íslenzku þjóðina muni skorta mjög sannkristilegt hugarfar.
Aðalþællir slíks hugarfars eru guðstrú, bróðurkærleiki og
skylduraekt.
Þetta verða allir, sem hafa afskifti af uppeldi, að kosta kapps
um að innræta æskulýðnum.
Fegurð náttúrunnar, tign, fjölbreytni og merkilegt samræmi
‘etti að geta verið guðstrúnni nægur styrkur eftir barnsaldurinn.
En við hið mikla verk, uppeldið, verður að nota mest bezta
"leðalið, en það er: FÖGUR FYRIRMYND.
þess að landsmenn batni, þarf uppeldið að batna. Boðorð,
xiðareglur og fræði munu vinna seint á, el' hinir eldri geta ekki
''erið hinum yngri fyrirmynd í þvi sem gotl er, en án góðra íbúa
osönn menning, hversu mikil sem fræðslan er.