Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 38

Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 38
132 íslenzkar bækur. Marz. alslaðar þar, sem íninst er á guðlega hluti. Þegar svein á að skíra, er komist svo að orði: ,,í dag skal hann höfuð hneigja að heilagri skirnarlaug". Jólafögnuði og jólalestri er þannig lýst: „Orðin flugu eins og dúfur upp í bláhvolf himinranna. Bergmálaði um lieiin og himin: Hósíanna! Hósíanna! Heilög lofgjörð sögð og sungin sætri tungu engla og manna.“ En bezt kemur það fram í kvæðinu „Nótt á fjöllum", hvert trúarskáld Jón Magnússon er. Hann velur sér þar yrkisefni, sein sízt er heiglum hent, Björn á Reyðarfelli hefir mist elzta son sinn frumvaxta voveiflega, og harmur gist bæ hans um hríð. Þá ríð- ur hann eina nótt fram til fjalla — ekki til þess að steita hnef- ann móti himni, heldur til þess að tala út við Guð sinn, leita kærleika hans og friðar — einu lækningarinnar sem til er við trega hjartans. Hann er lengi á bæn, og að lokum getur hanii sagt í morgunsárinu: „Lífs míns herra, liingað kom ég þreyttur. Harmur minn í nýja von er breyttur. Samt var för mín þung í þetta sinn. Höfuð mitt í hendur þér ég lagði. Huga minn þér fyrst i nótt ég sagði, loks sem barn ég flýði í faðminn þinn. Þvi er jafnað það, sem var til saka. Þitt er drottinvald að gefa og taka. Eða kannske aðeins til að gefa, efta, græða, hugga, líkna, sefa. Himnafaðir, harmur minn er þinn. Hjá þér, sem í dýrðarsölum drotnar, dimmir lika, þegar reyrinn brotnar, þegar einliver ástvin missir sinn. Harmdögg þín um hjartasár mitt flæddi. Hún var það, sem mig til lífsins græddi“. Til þess að geta ort með þessum hætti þarf að eiga mikla trúarreynslu. Það er ekki á annara valdi en þeirra, sem séð hafa eitthvað af sólskininu í brekkunni við Golgata. Jón Magnússon er nú tvímælalaust í fremstu röð þeirra manna,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.