Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 40
134
Innlendar fréttir.
Marz.
hafði lagt fram skrá yfir mál, er hann óskaði að tekin yrðu til
meðferðar ásamt málum, er kirkjuráðsmenn bæru fram eða siðar
kynnu að berast fundinum. Buðu þeir, Gísli sýslumaður Sveins-
son og prófessor Ásmundur Guðmundsson, forseta velkominn
og kváðust vænta hins bezta af samstarfi við hann.
Fyrir fundinn liafa verið iögð 18. mál. Af þeim hafa 11 eftir-
greind mál verið tekin til meðferðar þá fjóra daga, er kirkju-
ráðið, að sinni, sat að fundarstörfum:
I. Sóknaskipun i Reykjavik. Svoliljóðandi tillaga samþ.: Kirkju-
ráðið endurtekur áður gefin meðmæli sín með þvi, að lög verði
setl um sóknaskipun í Reykjavík og felur forseta sínum að fá
þvi framgengt, að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi, nú eins og
fyr, um þetta efni og fái þar samþykki.
II. Prestssetarshús. Svohljóðandi tillaga samþ.: Kirkjuráðið
mælir eindregið með því, sökum brýnustu þarfar, að reist verði
að minsta kosti þrjú prestsseturshús á ári hverju.
III. Endurskoffun sálmabókarinnar. Kosnir þeir prófastur Þor-
steinn Briem og kaupm. Ólafur Björnsson til þess, ásamt forseta,
að athuga málið til siðari funda.
IV. Kenslubækur í kristnum fræöum: Sýslum. Gísla Sveins-
syni og prófessor Ásmundi Guðmundssyni falið að koma með
lillögur í málinu.
V. Eftirlaun presta. Tekið til athugunar. Ályktun frestað til
síðari funda.
VI. Laus prestaköll. Svohljóðandi tillaga samþ.: Með því að
allmörg afskekt prestaköll hafa árum saman verið prestlaus, en
þjónusta nágrannapresta sérstökum erfiðleikum bundin, þá telur
kirkjuráðið æskilegt, að guðfræðinemum, er stundað hafa nám
í 3 ár eða eru á siðasta námsári, verði falið þar nokkurt prests-
starf að sumarlagi eftir samráði við þjónandi nágrannaprest,
gegn þóknun af því fé, sem sparast við það að prestaköllin eru
óveitt.
VII. Kirkjiifundir. Forseta ásamt formanni Prestafélags Is-
lands, Ásmundi Guðmundssyni, og formanni kirkjufundanefndar,
sýslum. Gísla Sveinssyni falið að taka málið til frekari íhugunar,
sérstaklega með hliðsjón af því, að fundum þessum yrði hagað
svo, að mönnum verði sem auðveldast að sækja þá.
VIII. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Samþ. svoliljóðandi tillaga:
Kirkjuráðið leyfir sér að láta þá ósk i ljósi, að stærð fyrirhug-
aðrar Hallgrímskirkju i Saurbæ verði miðuð við þörf og hæfi
safnaðarins, og að hún verði að ytra útliti látin samsvara þjóð-
legri fegurðarkend án sérstaks íburðar, en beri að innan af öðr-
um guðshúsum þjóðkirkjunnar, sem nú eru hér á landi.