Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 42
136
Erlendar fréttir.
Marz.
Heimsráð kirkjudeildanna.
Fjórtón manna nefnd, með I)r. Temple erkibiskupinn af York
i broddi fylkingar, gengst nú fyrir því, að stofnað verði heims-
rað með kirkjudeildunum til þess að vinna gegn stríði. Sendir
nefndin boðsbréf til kirkna þjóðanna, á þessa leið:
„Á hættutímum bjóðum vér yður þátttöku í heimsráði kirkju-
deildanna. Allur kristni heimurinn stendur nú augliti til aug-
litis við öfl og vanda og erfiðleika, sem bjóða hugsjónum hans
byrgin og ógna lifi hans. Oft hefir kirkjan áður ó langri leið
fengið færi á að sýna, í slíkum raunum, hver hún er og að hún
er eitt samfélag.
Ýmsar stefnur innan kirkjunnar siðan 1910 hafa bent skýrt til
þess, að heimsráð skyldi stofnað. En nú þrýstir ókristin og and-
kristin öld oss þéttar saman. ()g enn krefst sjálfur drottinn
kirkjunnar |>essa af oss öllum, sem trúum á hann. Að vísu verð-
um vér enn að biðja og stríða fyrir fullkominni einingu. En
þó er eining þegar fengin, þar sem vér lútum drotni vorum,
og hana erum vér skyld til að láta koma í Ijós. Vér getum gjörl
það, enda þótl vér segjum afdráttarlaust frá þeim mun, sem
er á oss. Vér getum gjört það, þar sem vér eigum sama konung,
eins og kemur fram i hreyfingunni, sem kend er við „trú og
kirkjuskipun", og vér getum gjört það með baráttu gegn neyð
veraldarinnar, eins og í „lífs og starfs“ hreyfingunni. Báðum
þessum hreyfingum mun verða gróði að því að renna saman í
eitt allsherjarstarf fyrir lieiminn.
Vér ætlum oss nú ekki þá dul, að vér getum með íhugununi
vorum trygt kristnu hugsjóninni sigur. I’að er á valdi Guðs
eins. En vér trúum því, að vér séum á réttri leið, er vér iðr-
umst misgjörða vorra og biðjum Guð með trúnaðartrausti uni
nýjan þrótt.
Vér horfum til Krists upprisins, og látum það verða oss hvöt
lil að ganga fram i nafni hans, að heinmrinn skorar oss á hólm.“
Leiðrétting.
Leið prentvilla hefir slæðst inn í sálm séra Þorsteins Krist-
jánssonar í siðasta hefti Kirkjuritsins, bls. 87. Síðasta hendingin
í miðversinu á að vera:
___________Mér lýsir hans Ijós ofar moldu._____________________
Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á óri — alla mánuði ársins nema
ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00
árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held-
ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra
P. Helgi Hjálmarsson, Hringhraut 144, sími 4776, Reykjavík.