Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 4

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 4
244 Magnús Jónsson: Júlí. Gengu þeir biskup og forseti guðfræðideildar fvrir altari, próf. Ásnnuidur Guðmundsson tók sæti við altari, en hin- ir fjórir á stóluni fyrir framan prédikunarstól og skrúð- liús, sem eru sitl til livorrar handar við altarið. Meðan skrúðgöngurnar fóru fram, var leikið á orgel. Guðþjónustan liófsl með þvi, að séra Garðar Svavarsson las bæn í kórdyrum, en því næst fór guðsþjónusta fram samkvæmt belgisiðabók. Þó varð nokkuð að víkja frá, vegna jiess, að hér var um háskólakapellu að i’æða. Flutti biskup vígsluræðu út af Matt. 5, 14.—15., en síðan lásu prestar þeir, sem áður er getið ritningarkaflana, en á und- an, milli og eftir var sunginn sálmurinn 421. Þá flutti for- seti guðfræðideildar ræðu út af Sálmi 127,1 og lýsti kapell- unni og því, hvernig hún er til orðin. Eftir það fóru þeir báðir með vígsluorðin til skiftis. Síðan sté próf. Ásmundur Guðmundsson i stólinn og lagði út af guðspjalli dagsins, Matt. 5, 38.—18. Eftir pré- dikun þjónuðu þeir báðir fyrir altari, biskup og forseti guðfræðideildar þannig, að hinn síðarnefndi tónaði ávar]) og kollektu, en biskup ávarp og drottinlega blessun. Páll ísólfsson organleikari og kór Dómkirkjunnar ann- aðisl sönginn með mikilli snild. Fór þessi atböfn mjög vel fram, og var yfir benni fagur helgiblær. Fullar 16 þúsundir manna liafa nú skoðað hið nýja há- skólahús, og ljúka menn alment á það binu mesta lofs- orði. ()g íneðal þess, sem menn dá, er ekki sizt háskóiakap- ellan. Hún er ekki stór, rúmar uin 140 í sætum. Er gengið um lítið anddyri frá háskólaganginum inn í miðjan frani- gafl. Blasir þá við altari fyrir stafni, gert úr steypu úr hvítu steinlími og silfurbergi, en silfurbergskrystallar, lagð- ir á gullgrunn, eru á efri brún þess, og sömuleiðis á brík úr sama efni yfir altarinu. Er á þá brík letrað með gulln- um "stöfum: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa“. A

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.