Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Prestastefnan. Prestastefnan hófst fimtudaginn 27. júní kl. 1 Guðsþjónusta meg guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskup landsins las upp frá altari niðurlagið á 3. kap. Efesusbréfsins, séra Hermann Hjartarson prédikaði út frá sálmi 8(5, 11, en eftir prédikun þjónuðu þeir fyrir altari séra Ólafur Magnússon, prófastur og séra Marinó Kristinsson. í lok guðsþjón- ustunnar voru prestarnir til altaris. Fundarhöldin Fundirnir voru haldnir í einum af fyrirlestra- sölum Háskólans og guðræknisstundir í kapellu hans. Biskup bað bænar við fundarbyrjun og í fundarlok, en við morgunguðsþjónustur þeir dr. Magnús Jónsson prófessor og séra Þorgrímur Sigurðsson. Fundarsókn Prestastefnuna sóttu, auk núverandi og fyrver- andi biskups og vígslubiskups Skálholtsbiskups- dæmis, jjrír guðfræðikennarar Háskólans, 48 þjónandi prestar og prófastar, 8 fyrverandi prestar, 3 guðfræðikandídatar og 1 guðfræðinemi. Ennfremur kom á fundinn Gisli sýslumaður Sveins- son, kirkjuráðsmaður. Ávarp biskups og yfirlitsskýrsJa hans.*) Kæru starfsbræður! Ég býð yður alla velkomna til þessarar prestastefnu. Þegar vér komum saman til fundar að þessu sinni, er sennilega ömurlegra um að litast í veröldinni en dæmi eru til áður i menn- ingarsögunni. Hinn heiftarlégasti hildarleikur, sem veraldarsag- an þekkir, er háður í Evrópu og virðist breiðast út óðfluga, svo nð ekki er unt að segja, hve víða styrjaldarógnirnar færa böl °8 neyð yfir þjóðir heims. I voru landi hefir heldur aldrei verið eins uinhorfs og nú. Éand vort er í raun og veru hernumið. Þegar þér að þessu sinni komið til Reykjavíkur, mætið þér fylkingu vopnaðra hermanna ó strætum úti, hervirki eru sett um bæinn og víðsvegar í honum. Alt er í mikilli óvissu. Erfiðleikarnir steðja að oss hvaðanæfa. ') Skýrslan er stytt um það, sem áður hefir verið skýrl frá hér i ritinu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.